Öskraðu eins og selur

Það munar ekki um það! Mennirnir sluppu „heilir á höldnu“, stendur í fréttinni. Vonandi vel höldnu.

Með leyfi að spyrja: hefur þetta einhverja merkingu? Átti þetta kannski að vera „heilir og haldnir“? Eða „þeir sluppu heilu og höldnu?“

Er þetta myndasögukynslóðin sem nú er að brillera? Og skilur ekki mælt mál? -- Ég heyrði líka mann tala um það í útvarpi um daginn að eitthvað væri ekki „nógu og gott“. Ætli það hafi einhverja merkingu? Mér finnst þetta ekki nógu gott.

Ég fékk líka boð í netpósti um daginn: Keyptu Strumpabók og farðu frítt í bíó. Og ég sem lærði fyrir löngu að boðháttur sagnar væri nafnhátturinn mínus a. Svo kemur persónufornafnið á eftir, eða ígildi þess, svo sem -tu fyrir þú. Svo þarna hlýtur einhver að vera að nota sögnina að keypa. Sem þýðir selur sé að öskra. 

Öskraðu eins og selur og farðu frítt í bíó.

Lagfært vegna sláttuvillu kl. 22.19.


mbl.is Árásarmaðurinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband