Köttur með eitt eyra

Ætli ég hafi ekki verið svosem 4-5 ára þegar stærðar fress sem átti heima á Höfuðbólinu lenti í slag við mink við Höfuðbólslækinn.

Þegar slagsmálin uppgötvuðust var minkurinn í andarslitrunum en kisi var svo hart leikinn að hann lagðist fyrir þar sem hann var kominn. Honum var lyft varlega og borinn heim í hlöðu sem þá stóð tóm yfir sumarið. Hann var meira og minna rifinn og blóðugur og í minningunni amk. var af honum annað eyrað.

Þarna var honum búið þægilegt bæli og borinn til hans matur og drykkur í allmarga daga á eftir þangað til hann fór að dragast um af eigin rammleik á ný. Og ég hygg að hann hafi komist til fullrar heilsu og gróið sára sinna.

En nýtt eyra fékk hann aldrei. Svolítið sérstakur upp frá þessu með aðeins eitt eyra.


mbl.is Kisi Magnússon veiddi mink
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband