24.7.2011 | 18:16
Handahófskatastrófa?
Ég viðurkenni ótilneyddur að ég var einn þeirra sem sló því föstu með sjálfum mér að hér væru múslimir að verki. Að vísu áður en fréttin um ódæðið í Útey barst mér. Því sjálf sprengingin í Oslo bar svipmót allt þeirra ódæðisverka sem múslimir fremja vítt um veröld, handahófskatastrófu hleypt af stað án þess að með nokkru móti sé hægt að sjá fyrir um alvarleika afdrifanna.
Í krafti þeirrar þumalfingursreglu öfga-múslima að ekkert gerist nema Allah vilji það. Og hann velji þá sem hann kýs sem verkfæri til að koma vilja sínum fram; aum mannskepnan verður bara að sæta því að vera verkfæri hans.
Og hún sæl í þeirri trú að grimmdarverkin séu vilji hans.
Ég vona svo sannarlega að meirihluti þeirra sem játa íslamska trú séu í hjarta sínu mótfallnir þeim ódæðisverkum sem framin eru undir þessari skikkju.
En mér þykir verulega skorta á að þeir gangi fram og fordæmi voðaverkin sem framin eru í nafni trúar þeirra.
Við skulum líka muna að hryðjuverk, múslima eða annarra, hafa ekkert með trúarbrögðin sem slík að gera. Þau eru bara yfirvarp geðbilaðra illmenna.
Einmitt þess vegna er það svo grátleg mótsögn ef rétt er eftir Breivik haft að hann sé að einhverju leyti að reka hnýflana í íslam -- og beitir svo sjálfur samskonar fantabrögðum og þeir sem þar hafa sig mest í frammi.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.