Er Landeyjahöfn að renna út í sandinn?

Sé minnst á Landeyjahöfn í fréttamiðlum -- sem oft er gert -- er lenska að gera grín að henni (Sandeyjahöfn, Perluhöfn, etc.) eða skammast út í hana. Ég get ekki verið minni maður, sbr. fyrirsögn á þessu bloggi.

Ég man aldrei eftir að hafa séð neitt skrifað um starfsemi þessarar hafnar annað en eitthvað í kringum Vestmannaeyjaferjuna Herjólf.

Spurning? Er engin önnur umferð þar? Koma engin önnur skip þangað? Þó ekki væri nema einhverjir smákoppar? Er engin starfsemi í Landeyjahöfn önnur en tengist Herjólfi?

Ég man ekki betur en þessi höfn hafi verið hönnuð og gerð með grunnsigldara skip í huga. 

Það átti að smíða nýja Vestmannaeyjaferju sem hentaði þessari höfn.

Mig minnir að það hafi verið Lúðvík Gissurarson sem stakk upp á því einhvers staðar að einfaldasta ráðið til að halda höfninni hreinni af sandi væri að leggja í hana kvísl úr Markarfljóti sem með eðlilegu rennsli sínu ryddi sandinum úr höfninni og fram úr hafnarkjaftinum.

Ég hef hvergi séð neina umræðu um þessa hugmynd, sem mér í fáfræði minni finnst snjöll. Hvorki menntaða umræðu né öðru vísi.

Er hún alls ekki umræðu verð?

Eða er heppilegast að halda landanum í sem mestri fáfræði um þessa höfn, eðli hennar, tilgang og umferð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, hugmynd Lúðvíks er skynsamleg, en alls ekki ný af nálinni. Það þarf ekki annað en að kíkja á (heims)landakortið til þess að sjá að hafnir, sem eru á annað borð staðsettar við árósa, hafa allar innsiglingu fyrir miðju á-anna, en ekki til hliðar við þær.

Sniðugt samt ef nútíma fræðingar geta hnekkt gömlum lögmálum :)

Kolbrún Hilmars, 6.7.2011 kl. 22:11

2 identicon

Það eru reyndar ekki margar hafnir við ósa jökuláa, ein slík er þó við Höfn, enda þarf reglulega að dæla sandi úr innsiglingunni. Ég býst við að mönnum hafi lítt hugnast að tryggja sjálfvirka lokun hafnarinnar með því að flytja aurinn úr Markarfljóti sérstaklega að hafnarkjaftinum. Í það minnsta hafa menn væntanlega talið að það myndi ekki hjálpa.

Ég held ég fari rétt með að enn (a.m.k.) sé ekki leyfð önnur umferð um höfnina er Vestmannaeyjaferjan. Og það er rétt hjá þér að þegar höfnin var hönnuð og hagkvæmnin metin, var reiknað með nýrri ferju sem risti grynnra en Herjólfur.

Tíðar lokanir hafnarinnar stafa því væntanlega annars vegar af því að menn hafa þurft að dýpka hana meira en til stóð, og hins vegar sá gosið til þess að talsvert meira var af efni að færast til með fjörunni. Meint óheppni með vindáttir hefur þá líklega gert enn erfiðara en ella að kljást við þessi tvö verkefni.

kv.

M

mörgæsin (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 11:05

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Skil ekki alveg þetta með tryggingu á sjálfvirkri lokun hafnarinnar með því að flytja aurinn úr Markarfljóti sérstaklega að hafnarkjaftinum. Ég skildi hugmynd Lúðvíks þannig að flaumur kvíslar úr Markarfljóti myndi endast út fyrir hafnarkjaftinn og þar með halda höfninni nógu hreinni fyrir skip að sigla þar inn. -- En ég er heldur ekki mörgæs.

Sigurður Hreiðar, 7.7.2011 kl. 18:52

4 identicon

Jújú, þannig skildi ég hann líka. En það sem mér sýnist hann hafa gleymt eða vanmetið (rétt að taka fram að ég er svosem enginn sérfræðingur á þessu sviði frekar en hann), er aurinn sem kæmir með kvíslinni. Hann myndi þá setjast í höfnina (það er víst tilgangurinn með flestum höfnum að þar sé lygna). Þá væru menn búnir að setja upp kerfi sem sæi sjálft um að fylla höfnina af sandi og þar með tryggja það sem ég kallaði, í ýkjustíl, 'sjálfvirka lokun'.

Það væri reyndar athyglisvert að fá að vita hvort spekingarnir hjá sigló hafi athugað þessa möguleika og jafnvel prófað í baðkarinu sínu. Jafnvel þó ég telji líklegt að þessi leið hafi verið könnuð í það minnsta lauslega og jafnvel þó ég telji hana ekki eins góða og hún hljómar í fyrstu gæti ég náttúrlega alveg haft rangt fyrir mér (enda bara mörgæs).

kv.

M

mörgæsin (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 09:08

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir svarið, mörgæs. Öfugt við flesta hugleysingja (=nafnleysingja) er gaman að eiga orðastað við þig, öfgalaust og málefnalega. Já, ég efast ekki um að sérfræðingar hjá sigló hafi prófað þetta í baðkarinu sínu, sem ég myndi þó frekar kalla sundlaug, það er heilt hús undir þessu. Þar sá ég líkan af þessari höfn fyrst og var sýnt að hún gæti virkað. Sem vel gæti svo sem verið ef aðstæður væru allar eins og módelið gekk út frá, en þar voru engin eldgos með tilheyrandi öskufalli og ósóma inni í myndinni.

En ef þessi höfn á aðeins að vera fyrir Vestmanneyjaferju og ekkert annað held ég að hún sé óhæfilega dýrt mannvirki. Þeir sem búa þarna úti í sjó hafa flestir valið sér þá búsetu sjálfir að ég hygg, og ættu þá að sæta því sem því fylgir.

Sigurður Hreiðar, 8.7.2011 kl. 10:16

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Árni Björn Guðjónsson, 10.7.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband