Gerð upp eða endurgerð?

Hvað þýðir að eitthvað sé „enduruppgert“? Þýðir það að búið hafi verið að gera það upp áður en hafi nú verið gert öðru sinni? Eða ætlaði sá sem fréttina reit að skrifa „endurgerð“ eða bara „uppgerð“, -- gerð upp?
mbl.is Líf færist í húsin á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eftir minni tilfinningu er um endurgerð þessara húsa en ekki að þau hafi verið uppgerð.

Þjóðverjar standa mjög framarlega í endurgerð gamallra húsa. Fyrir meira en 30 árum kom eg í Goethe húsið fræga í Frankfurt. Þar ólst þetta frægasta skáld Þýskalands upp. Í stríðinu var ákveðið að taka ofan allt sem unnt var að rífa innan úr húsinu vegtna þess að ljóst var að Frankfurt varð vettvangur skelfilegra loftárása bandamanna, Bandaríkjamanna og Breta. Þeir þýsku fjarlægðu alla lausamuni, meira að segja tóku sýnishorn af veggfóðrinu og fluttu allt góssið á óhultan stað utan við borgina í kjallara herragarðs sem ekki var talinn verða fyrir hernaði. Goethe húsið var gjöreyðilagt í stríðinu þar sem ekki stóð steinn yfir steini.

Eftir stríðið endurgerðu Þjóðverjar þetta sögufræga hús. Svo vel tókst endurgerðin að meira að segja marrið í stigaþrepunum kemur þeim sem þar gengur um í það hugarástand að hann telur sig vera að ganga sömu þrepin og þetta fræga þýska skáld gekk um á sínum tíma.

Það er unnt að endurgera gamla hluti en kannski ekki alltaf rétt að tala um gera upp gamlar brunarústir.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.7.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eftir minni tilfinningu, og hún er rík, þá eru þessi glænýju hús með uppgerð eins og borgarstjórinn, sem mætti hann íhuga að fara í total makeover. Húsin væri ráðlegast að rífa. Þetta er algjör vandalismi, eða í besta falli rammgerð leiktjöld.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir innlitið, báðir tveir.

Persónulega hef ég enga ákveðna skoðun á þessum byggingum. Það var þetta orð sem notað var í fréttinni, enduruppgert, sem gerði mér gramt í geði. Mér finnst ekki hægt að endurgera eitthvað nema það hafi verið gert áður, í þessu tilviki þá að gera upp húsin. Það þau hafi nú verið gerð upp amk. tvisvar.

Og svei því sem það sé rétt. Þetta eru, eins og VÖV segir, glæný hús. Menn geta svo belgt sig bláa og rauða um gildi þeirra bygginga fyrir fortíð og nútíð. Ég nenni því ekki. Segi þó: Ég veit um hús sem væru framar í forgangsröð minni að rífa en þessi.

Sigurður Hreiðar, 1.7.2011 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband