26.6.2011 | 13:13
Flugmenn vilja lögbann
Hlýtur að vera óþægilegt fyrir þá sem eiga í stríði þegar vopnin snúast í höndum þeirra. Þá fer þetta að vera spurning um hvað er árásarvopn og hvað er varnarvopn. (Sem fer eftir því hvorum megin við vopnið þú stendur.)
Flugmenn kenna Íslandslofti (Icelandair) um viðsnúning í samningaviðræðum þegar viðruð var sú hugmynd að setja lögbann á skæruverkföll þeirra sem þeir kalla yfirvinnubann.
Nú lítur út fyrir að það sé einmitt það sem flugmenn vilja, fá lögbann á skæruverkföllin og vera þannig skornir niður úr snörunni sem þeir hafa sjálfir hert að hálsi sér.
Liggur í augum uppi að launin rýrna talsvert við að missa yfirvinnuna.
En stoltsins vegna geta þeir ekki sjálfir bakkað með þessa ákvörðun.
-- Þar fyrir utan: Vænt þætti mér um að þeir sem ekki þora að koma fram undir nafni láti vera að gera athugasemdir hjá mér (sbr. síðasta blogg). --
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef nú aldrei heyrt það kallað verkfall þegar menn neita að vinna í sínum frítíma, heitir það ekki frekar að ofbóka eða jafnvel undirmanna? :)
Karl J. (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 17:40
Sigurður þetta er ekki verkfall.
Flugmenn ákváðu einfaldlega að vinna ekki yfirvinnu. Þeim ber ekki frekar en öðrum skylda til þess. Á að skikka menn til að vinna yfirvinnu að þínu mati? Ég veit ekki hvaða starfsgrein þú tilheyrir Sigurður, en fyndist þér að eðlilegt að þú værir verið skikkaður til að vinna í frítíma þínum og frídögum til að þjóna hagsmunum annarrar starfstéttar, sem hefur engan áhuga á öðru en eigin hag og grenjar frá morgni til kvölds í fjölmiðlum, sé vindurinn ekki að hennar skapi?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.6.2011 kl. 19:00
Icelandair á ekki nema einn leik í stöðunni,því þetta er svo óforskammað ganvart þjóð sem er ekki enn komin út úr, mestu efnahagskreppu sem þjóðin hefur orðið fyrir, og það á hánna tíma ferðaþjónustunnar.
Að senda öllum þessum mönnum uppsagnarbréf, og bjóða þeim sem vilja ráðningu, í gegnum áhafnaleigu.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 22:00
Flugmenn neita ekki á öðrum tímum að vinna yfirvinnu, Axel Jóhann, amk. ekki skipulega og kerfisbundið. Ég veit ekki hvaða munur er á því að vera skikkaður til einhvers í sambandi við starfið eins og að vera beðinn um það og vita sjálfur að sú beiðni er borin fram af nauðsyn. Því kalli hef ég oftlega gegnt og ævinlega nema ærin ástæða hafi verið til önnur og þá því aðeins að ég hafi vitað að önnur leið væri hugsanleg.Og spurningin um hver grenjar í fjölmiðlum í þessu samhengi er spurningin um vindinn, hvaðan hann blæs og hvernig.
Ef til vill er lausn Jóns Ólafs (IP-tala skráð) fær leið, þó ekki hugnist mér hún vel. Ég vil að þessir menn setjist við borð og rísi ekki upp þaðan fyrr en samið hefur verið og báðir aðilar hætti að stinga undan sjálfum sér.
Sigurður Hreiðar, 26.6.2011 kl. 23:06
Hvernig stendur á að í hvert skipti sem fagfólk og annað verkafólk heimtar leiðréttingu réttar og launa þá taki almúgamenn eins og þér alltaf afstöðu með vinnuveitendum? Þú hefur augljoslega ekki kynnt þér málin. Það aftrar þér ekki frá því að höggva á báðar hendur. Eins og Axel bendir á , þá er þetta ekki verkfall í eðli sínu heldur yfirvinnubann. Það er enginn sem getur neytt fólk til að vinna yfirvinnu, lögin sjá til þess. Að setja lög á þessar aðgerðir gengur því þvert á lög ög rétt og verði mönnum þá að góðu að reyna það, það er fyrirfram tapað.
Ástæðan fyrir því að viðræður röknuðu upp er einmitt sú að ráðherra gaf vinnuveitendum undir fótinn um að beita valdi gegn viðsemjendum. Þá skelltu menn í lás. Svo kemur þú hér og verð böðulsháttinn og bölvar þeim sem síst ætti. Viltu bara ekki afnema þennan rétt og koma hér á vistarböndum og þrælahaldi? Hverslag andskotans rugl er þetta í þér maður? Þú ert svo grunnhygginn að sjá ekki hvað þú ert að styðja. Ferðaþjónustan gæti misst spón úr aski og þá er allt ofbeldi réttlætanlegt. Skítt að þú getir ekki lagt til að banna eldgos og hamfarir yfir háannatímann.
Þú ættir að skammastþín og hafa vit á að halda þessu andfélagslega óraði þínu fyrir sjálfan þig.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 03:00
Yfirvinnubann er varkfall samkvæmt Félagsdómi. Félagsdómur 16. janúar 2002:
í máli sem íslenska ríkið höfðaði gegn Félagi Íslenskra Flugumferðarstjóra. Í málinu hélt lögmaður ríkisins því fram að yfirvinnubann teldist ekki verkfall í skilningi laga. Dómari hafnaði því, verkbann er verkfall.
Kveðja
Halldór
halldór agnarsson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 11:52
Mér þykir þú bryðja mélin, Jón Steinar Ragnarsson. En eins og Halldór Agnarsson bendir á er yfirvinnubann verkfall skv. Félagsdómi og er það líka í eðli sínu. Þú sakar mig um böðulshátt og bölbænir -- hvorugt tek ég til mín. Vistarbönd og þrælahald er þín hugmynd en ekki mín. Ég vil að fólk semji að hætti siðaðra og menntaðra manna. Og eins og þú kannski sérð ef þú lest pistla mína aftur þegar þér rennur reiðin er ég fyrst og fremst að setja út á að þessir strætóstjórar háloftanna skuli ekki nota annan og annaminni tíma árs til að munda vopn sín.
Ég tel mig ekki til að skammast mín fyrir þessa hluti og er ekki viss um að þú eigir með að mæla svo fyrir. Andfélagslegt? Það er andfélagslegt að taka þjóðfélagið sem slíkt og ferðaþjónustuna sérstaklega í gíslingu á uppskerutíma ferðamennskunnar.
Sigurður Hreiðar, 27.6.2011 kl. 12:27
Hérna er nú kannski kominn nýr vinkill á þetta mál:
59 flugmönnum sagt upp hjá Icelandair.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/27/59_flugmonnum_sagt_upp/
Gísli Sigurðsson, 27.6.2011 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.