16.6.2011 | 11:11
Framhjólsbremsa er stórhættuleg
Hver skiptir sér af því yfirleitt hvort reiðhjól eru lögleg eða ekki? Hér í gamla daga notaðist maður við dekk lengur en mögulegt var; setti kappa og jafnvel draug inn í (man einhver eftir draugum í dekk -- líka bíldekk? Hver man lengur skil á hálfdraug og heildraug?) og vafði svo með einangrunarbandi (tjörubornu tau-límbandi) utan um dekk og felgu og allt draslið. Dugði ekki lengi, en ef maður var með einangrunarbandið í vasanum og var snar að skipta um þegar vafningurinn fór að flagna og flaksast mátti dugast við þetta nokkuð lengi. Bremsa á framhjóli? Stórhættuleg. Ef hún tók í á undan afturhjólinu jós gripurinn (hver man lengur hvernig svona gripir ausa?) og maður flaug á hausinn eitthvað langt fram yfir stýrið og annað en maður ætlaði að fara. Hending hvernig lendingin var. Alltaf slapp samt hausinn, þó hjálmar væru á þessum tíma bara eitthvað sem notað var í stríði í útlöndum.Lögleg reiðhjól? Á að taka upp skráningar- og skoðunaskyldu? -- Kannski ríkið geti haft einhverjar tekjur af því?En framhjólsbremsa á reiðhjóli er stórhættuleg. Hér talar drengur með reynslu í því efni.
Sárafá lögleg reiðhjól til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Ég er ekki frá því að umhverfisráðherrann geti tekið undir þetta með framhjólabremsuna - það kom fram í fréttum hér um árið þegar hún steyptist í götuna á einu slíku hjóli, og slapp ótrúlega vel.
Sjálf hef ég fylgst vel með reiðhjólaauglýsingum undanfarin 2-3 ár með það í huga að fá mér nýjan hjólhest. Gallinn er bara sá að vilji maður vandað (götu)hjól með "öllu" og þ.m.t. fótbremsum, þá eru þau oftast meira en helmingi dýrari en hin.
Ætli verðlagið stjórni ekki eftirspurninni frekar en gæðin og öryggið?
Kolbrún Hilmars, 16.6.2011 kl. 12:23
Sæl Kolbrún, þú hefur örugglega rétt fyrir þér með verðlagninguna. Ég á hjól sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir en var á sínum tíma á skynsamlegu verði. Það er með 7 gíra innbyggða og fótbremsu á afturhjóli, handbremsu á framhjóli sem ég hef viljandi mjög slappa. En hún er þarna. Ég var afar ánægður með þetta hjól og það er svo sem ágætt. En svo asnaðist ég til að prófa nýja DBS hjólið hans sonar míns (því var reyndar stolið frá honum fljótlega, hann á heima í Kaupmannahöfn), og einhverra hluta vegna hef ég síðan ekki haft eins mikla ánægju af hjólinu mínu. Sem segir manni að kannski er ekki alltaf rétt að horfa of stíft á verðið.
Sigurður Hreiðar, 16.6.2011 kl. 13:06
Sæl, bæði tvö. Ég veit svo sem ekkert um hvað er ólöglegt eða löglegt varðandi hjólreiðar en af eigin reynslu þekki ég hvað það er vont að vera bremsulaus. Að geta bremsað á báðum hjólum finnst mér gott þótt það sé að sjálfsögðu einfaldara að geta bara bremsað að aftan eins og þið viljið. Hjólreiðar eru mikil kúnst og ekki öllum gefin en í því efni eins og öðrum skapar æfingin meistarann og hvet ég ykkur hér með til að stunda þessa list og bremsa sem minnst.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.6.2011 kl. 19:36
Þegar ég var strákur var ég alltaf á hjóli og átti gírahjól, sem þá voru sjaldgæf, sem var líka með bremsu á framhjóli. Þessi frambhjólsbremsa hefur trúlega bjargað lífi mínu oftar en einu sinni, því ég var hinn versti ökufantura hjólinu. Bremsa á framhjóli meira en tvöfaldar bremsunina, hugsanlega þarftu þrefalt, fjórfalt styttri vegalengd ef þú notar hana rétt. En það er ekki hentugt fyrir klaufa að hafa bremsu á framhjóli. Hana má ekki nota í beygju og verður að nota mjög varlega í lausamöl, þótt ekki sé beygt. En frambremsa er mesta þarfaþing, þ.e. fyrir þá sem ekki eru allt of klaufski og kunna að nota hana.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.6.2011 kl. 23:08
Sæll BenAx -- langt síðan ég hef orðið þín var. Gaman að sjá þér bregða fyrir aftur. -- Og líka gaman að sjá til þín, Vilhjálmur, þó ég ekki þekki þig svo ég viti. Og til hamingju með að vera ekki sá klaufi að fara þér að voða með frambremsu. Á öllum mínum hjólaferli, sem samanlagt hefur orðið ansi margir kílómetrar og líklega minnst á bundnu slitlagi, hefur skortur á (notkun) frambremsu komið mér í vanda svo ég viti. Finnst einhvern veginn að sá aukni bremsukraftur sem hún kann að veita (ef hún sturtar manni ekki kollhnís) komi ekki nema klaufum við hjólreiðar til góða.
Sigurður Hreiðar, 17.6.2011 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.