15.6.2011 | 18:04
Snáka -- hvað?
Maður ætti nú að vera orðinn sæmilega verseraður í allkonar olíusulli. Samt er ein olía sem annað slagið kemur fyrir og virðist vera nokkuð afslöpp, amk. hef ég hvergi rekist á hvaðan hún kemur, hvert hún fer eða hvers eðlis hún er, eða hvort hún gerir yfirleitt nokkurt gagn. Þetta er snákaolía. Svoddan skepnur eru sem betur fer ekki skríðandi hér um allar koppagrundir svo ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem skepnan gefur frá sér eða hvort þetta er unnið úr henni dauðri. Því síður til hvers hún er notuð. Ég finn hana ekki í orðabók og ef ég gúggla hana fæ ég bara upp blogg ýmissa höfunda sem ég hef fengið nokkurn veginn nóg af að lesa gegnum tíðina og nenni ekki meir.
Hver ætli sé mesti snákaolíufurstinn hér? Vill hann leiðbeina mér? Eða er málefnið of skreipt?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður, ég hef líka lengi velt þessu með snákaolíuna fyrir mér en ekki reynt að fletta því upp. Helst hefur mér fundist á samhenginu að um einhverskonar kínalífselexír væri að ræða. Semsagt eitthvert bölvað sull, sem sumir trúa að geti verið allra meina bót.
Sæmundur Bjarnason, 15.6.2011 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.