25.4.2011 | 11:47
Konfekt fyrir augu og eyru
Síðasta færsla, um illfyglið í Noregi, kemur mér til að minnast annarra fugla
og þá helst þeirra sem komið hafa mér í gott skap undanfarna daga.
Þar kemur mér fyrst í hug rauðguli fuglinn sem er persónugerfingur ferðamiðlarans Iceland Express (sem ætti þó, miðað við sætaþrengsli í flugvélum Astraeus flugfélagsins, sem flýgur fyrir IE, að kallast Iceland Compress), sem er svo listilega vel gerður og skemmtilegur í fasi og háttum að ég lyftist alltaf upp í sjónvarpsstólnum þegar hann vappar um skjáinn.
Aldeilis frábær auglýsingahugmynd þegar bláa fuglshlussan sem þarna er tákngerfingur Icelandair hlammar sér ofan á hann, en þeim rauðgula tekst að hrista hann af sér og hefur þá náð að reita af honum nokkrar fjaðrir. Gaman væri að vita hvaða auglýsingastofa gerir svona snilldarverk -- bæði er hugmyndin skolli góð og útfærslan hreinasta konfekt fyrir augu og eyru.
Ef auglýsingastofa Icelandair væri álíka snjöll myndi hún henda hugmyndina á lofti og nota sér bláa fuglinn í sínar auglýsingar og þá gæti stefnt í bæði frjóan og skemmtilegan fuglaslag. Það væri akkúrat rétti tíminn núna, með hreiðurgerð, varp og útungun framundan.
-- sláttuvilla lagfærð kl. 13.02
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður já ég held að Fíton sé höfundur þessara auglýsingu. Þeir eru með ungt fólk sem vinnur í 3D
gerðu líka froskinn skemmtilega fyrir vodafone
Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2011 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.