Vonandi eitt af því sem stjórnlagaþing tekur á

Það kemur mér ekki á óvart þó sundrung og togstreita ríki meðal VG manna. Það hefur alla tíð komið í veg fyrir veruleg ítök ystu vinstri manna á Íslandi að þeir geta aldrei gengið í samræmdum takti fornum. Þeir hafa ekki þann sveigjanleika að geta unnið í flokki.

Á því þingi sem nú situr, jafnvel fremur en nokkru sinni fyrr ef minni mitt svíkur mig ekki, hefur verið meira um það en nokkru sinni fyrr að þingmenn hagi sér eins og þeir séu kosnir persónukjöriog skelli skolleyrum við því að þeir flutu eingöngu inn á þing í krafti þeirra atkvæða sem flokkur þeirra hlaut.

Þetta fólk sem flakkar á milli flokka og/eða sker sig frá þeim flokkum sem þeir voru kosnir á þing fyrir fer með umboð sitt eins og þeir hefðu verið kosnir í persónukjöri. En svo var ekki, þeir sátu á lista fyrir ákveðna flokka/samtök og fengu þingsæti/umboð í krafti atkvæðamagns þeirra flokka/samtaka. Þeir eru því óheimildarmenn að því að valsa með umboð sitt eins og þeir hefðu persónulega verið kjörnir á þing. -- Þetta er þó látið viðgangast með einhverjum óskiljanlegum hætti og verður vonandi eitt af því sem Stjórnlagaráð tekur á.

Ég get ekkert fundið að því að fólk segi sig úr flokki og jafnvel gangi í annan flokk í sömu andrá. En sitji það á þingi í krafti atkvæða flokksins sem það fór frá á það þá að fara af þingi -- segja af sér þingmennsku -- svo flokkurinn geti sett varamenn inn á svo sem atkvæðamagnið segir til um og þeir sem flokkinn kusu eigi sína fulltrúa áfram á þinginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

í núverandi stjórnarskrá segir að þingmenn séu fyrst og fremst bundnir við sannfæringu sína og eru væntanlega lausir við það hvað kjósendur þeirra hafa að segja. Fyrir vikið þá er flökt þingmanna varið af stjórnarskrá. Mun þetta ákvæði vera óbreytt frá upphaflegu stjórnarskránni fré 1874.

Spurning er hvernig núverandi stjórnskipunarráð tekur á þessu, hvort þar sé vilji eða sjónarmið að breyta þessu. Svo er spurning hvernig meirihluti þingsins taki á þessu sama máli þegar tillaga að nýrri stjórnarskrá hefur komið fram.

Bestu kveðjur

M (GJ)

Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2011 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband