14.4.2011 | 10:18
Ofbeldi í skjóli einokunar
Pósturinn ætlar að svíkjast um að bera út póstinn til mín frá og með 15. apríl nema ég letri nafnið mitt utan á húsið mitt. Fékk bréf þess efnis inn um lúguna hjá mér mánudaginn 11. apríl og hef fengið þetta staðfest með símtali til póstsins.
Ég verð seint við þessari tilskipun sem mér skilst að sé tilskipun frá Póst- og fjarskiptastofnun, væntanlega að ósk Póstsins. Hins vegar krefst ég þess að póstur sem borgað hefur verið undir og er merktur mínu heimilisfangi verði borinn út til þess heimilisfangs, þó það sé ekki merkt með nöfnum íbúanna.
Er þetta ekki gróft dæmi um ofbeldi í skjóli einokunar/einkaréttar?
Póstinum og öðrum sem leið eiga að mínum húsdyrum kemur ekkert við hver eða hve margir eigi heima eða eigi póstmóttöku í mínu húsi. Það sem máli skiptir er hvaða heimilisfangi pósturinn er merktur.
Allt annað er yfirgangur.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.