Skrauthvörf og pjatt

Löngum hefur mér þótt hálfgerð skömm að þeim skrauthvörfum og pjatti að tala um „eldri borgara“ svo ég tali nú ekki um málskrípið „heldri borgara“ þegar einfaldlega er átt við gamalt fólk. „Aldraða“ eru þau ítrustu skrauthvörf sem ég get sætt mig við.

Þess vegna finnst mér dágóð sagan sem ég heyrði um gamlingjann jafnaldra minn sem fór inn á ónafngreindan hamborgarastað og bað um hamborgara. Pöntunin var tekin niður og svo kom að því að borga og gamlinginn spurði: „Eruð þið ekki með eldri borgara afslátt?“ „Jú, auðvitað,“ var svarað af ítrustu kurteisi, og svo leit afgreiðslumaðurinn um öxl og hrópaði: „Heyrðu, Gummi, þessi vill fá eldri borgara!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband