Eru frímerki einhvers virði?

Með þessa rólegheita muggu fyrir utan gluggann langar mig að leita ráða í netheimum. Svo er mál með vexti að frómur maður sem ég þekki hafði fyrir sið upp úr miðri öldinni sem leið að kaupa svokölluð „fyrsta dags umslög“ sem voru umslög með nýjum frímerkjum póststimpluðum daginn sem þau voru gefin út.

Ætli svona umslög séu einhvers virði núna? Hvernig ætti helst að innleysa þann hagnað? Gerist það innan lands eða utan.

Sama spurning á raunverulega við um nokkur pokafylli af afklipptum frímerkjum af umslögum með jólakortum og öðrum tilfallandi pósti.

Nú eru allnokkur ár síðan ég hef heyrt minnst á frímerki sem verðmæti og þætti gott ef einhver og þá jafnvel fleiri en einn gætu leitt mig í allan sannleika um verðmæti þessara gömlu pappírssnepla, ef nokkurt er.

Set svo hér í lokin með Sæmundarhætti mynd af muggunni í dag tekinni út um stofugluggann minn. Með ofurlitlum aðdrætti að vísu, á myndavél sem sögð er með 5x optical zoom.

p2260013.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðmæti frímerkja og fyrstu dags umslaga er eins misjafnt og þau eru mörg.  Markaðurinn fyrir þessu er ekki stór og reyndar fer hann síminnkandi með ári hverju.  Best er að hafa samband við Frímerkjahúsið á Bókhlöðustígnum (þ.e.a.s. ef þú ert hér á suð-vesturhorninu).

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 15:23

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Verðmæti frímerkja er eitt og annað er hvernig gengur að losa sig við þau. Söfnurum fækkar líklega og þessvegna er líklegt að verðmæti þeirra minnki.

Sæmundur Bjarnason, 27.2.2011 kl. 22:34

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Fyrstadagsumslag stimplað á Þingvöllum á útgáfudegi sem var 17.júní 1944.

Þetta umslag keypti ég á uppboði í Ameríku í kringum aldamótin síðustu. Skyldi það vera seljanlegt, eða verðmætt? Kveðja til þín og þinna frændi

Helga R. Einarsdóttir, 27.2.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband