Er hægt að kalla allan andskotann músík?

Með leyfi að spyrja (svo íslenskaður sé danskur kurteisisfrasi): Er hægt að kalla allan andskotann músík?

Maður heyrir „unga“ tónlistarmenn (suma reyndar orðna miðaldra eða rúmlega það, en telja sig alltaf jafn unga) flytja eigin lög og jafnvel texta án þess að það votti fyrir melódíu. Út yfir tekur þó þegar þeir skipta einum tóni niður í sextándu parta eða allt niður í 64. parta til að koma sem flestum atkvæðum texta fyrir í taktinum.

Sagan segir að íslenska landhelgisgæslan hafi unnið Þorskastríðið m.a. með því að spila Megas í tíma og ótíma á samskiptabylgju bresku togaranna og herskipa þeirra. Bretum varð ekki verra gert í þann tíð.

En má ég þá heldur biðja um Megas þó eigi þyki mér fögur raust hans heldur en obbann af þessari tónlist „ungra tónlistarmanna“ sem viðrað er yfir okkur nú um stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður, um leið og ég þakka allt gamalt og gott þá verð ég að segja að sjaldan hef ég lesið jafn góða samlíkingu og skrif þín um nútíma tónlist sem er með öllu óþolandi eins og raunar Megas svona oftast.

Með kveðju að norðan,

Björn Sig.

krumminn (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:02

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Já tónlist eins er hávaði annars. Persónulega finnst mér of mikið af hraðsuðutónlist í dag þar sem meira er lagt í útlit og hátterni "listamannsins" en gæði tónlistarinnar.

Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Jón Arnar

Þá verður þú nú bara að hlusta á eitthvað annað i iphoninium ef utvörpin eru orðin svona erfið fyrir eldra eyrað hjá þér - smekkur okkar er sem betur fer misjafn þannig þrifst allskonar tónlist

Jón Arnar, 20.2.2011 kl. 23:09

4 Smámynd: Gunnar Waage

Skil alveg fullkomnlega hvað þú ert að tala um, hér er eitthvað almennilegt handa þér gamli.

http://www.youtube.com/watch?v=Y0nsaOhaisw&feature=related

g

Gunnar Waage, 21.2.2011 kl. 04:43

5 identicon

Megas er næstlélegasti söngvari sögunnar.  Aðeins Bob Dylan er verri.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband