9.2.2011 | 12:46
Hringsnúningur í málum Ísbjargar
Ég hef snúist svo marga hringi í þessum málum Ísbjargar (Icesave) að mér kæmi ekki á óvart að ég liti út eins og tappatogari um miðjuna ef ég færi úr bolnum. Og veit ekki enn í dag hvort betra er að semja eða semja ekki, hvað sem líður greiðslu á skuldum óreiðumanna.
En ég tek ofan fyrir flokksformanni í stjórnarandstöðu sem hefur kjark til að taka undir með stjórnarflokkum og vera sammála þeim. Burtséð frá réttmæti málefnisins yfirleitt. Hérlendis hefur tíðkast að ég held undantekningalaust að stjórnarsinnar telja sér skylt að vera andstæð því sem stjórnarandstæðingar hafa til mála að leggja, án tillits til innihalds, og á sama hátt hafa þeir sem eru í stjórnarandstöðu hverju sinni talið sér skylt að andmæla hugmyndum stjórnar, hverjar sem þær eru.
Þetta hefur oft komið sér djöfullega.
Kannski kemur það sér djöfullega að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli hafa kjark til að samsinna tillögum og hugmyndum stjórnarinnar hvað snertir Ísbjargarsamninginn, en það ber vott um pólitískan kjark sem ég hélt ekki að BB hefði.
Og það virði ég við hann, hvað sem öðru líður.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 306492
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.