Bķlferš fyrir tķma bķlferša

Ęvisögur eru merkilegt fyrirbęri og oft gaman aš lesa, oftast heldur mašur jafnvel aš žaš sé fróšlegt. En į žvķ sviši fęr mašur stöku sinnum kjaftshögg sem kemur manni til aš efast um sannleiks- og fręšigildiš.

Įgętur kunningi minn fjölfróšur hringdi ķ mig um daginn og benti mér į tiltekinn kafla ķ ęvisögubók sem kom śt 1947. Sś bók heitir Minningar Gušmundar į Stóra-Hofi og er eftir Gušmund og Eyjólf Gušmundsson frį Hvoli ķ Mżrdal. Sį fyrri var kunnur bęndahöfšingi, félagsmįlamašur og templari į sinni tķš, sį sķšari bóndi, fręšimašur og rithöfundur, žekktust bóka hans kannski bókin Pabbi og mamma. 

Ķ kaflanum sem mér var sérstaklega bent į segir Gušmundur frį ferš sem hann hafši fariš ķ febrśar 1912, frį Stóra-Hofi į Rangarvöllum žar sem hann bjó žį upp aš Hvanneyri til aš sitja žar bęndanįmskeiš. Žetta er į bls. 95 ķ téšri bók. Žar segir frį žvķ, ķ žrišju persónu eins og Eyjólfur hafi skrįš žennan kafla eftir honum, aš Gušmundur hafi fariš rķšandi śt aš Ęgissķšu og komist žašan ķ bķl til Reykjavķkur. Ķ sömu andrį segir aš į sama tķma hafi margir ašrir veriš į sušurleiš en bķlakostur hafi veriš takmarkašur „og uršu margir aš fara į hestum śt aš Selfossi viš Ölfusį.“

En Gušmundur var sem sagt heppinn og komst ķ bķl frį Ęgissķšu. Žašan fóru hann og samferšamenn hansmeš skipi til Borgarness. „Hįlka var og sleipt aš ganga en enginn bķll fįanlegur. Uršu menn žvķ aš fara gangandi frį Borgarnesi…“

Undur mega heita aš Gušmundur skyldi fį bķlfar frį Ęgissķšu, žvķ ķ febrśar 1912 var ašeins einn bķll til ķ landinu. Hann stóš ógangfęr noršur ķ Eyjafirši. Engan skal samt undra aš enginn bķll vęri fįanlegur ķ Borgarnesi ķ febrśar 1912 žvķ fyrsti bķllinn kom ekki žangš fyrr en 1918. -- Fyrsti bķllinn kom til Ķslands 1904 eins og kunnugt er og hafši hér višdvöl viš lķtinn oršstķr til 1908 žegar ręksniš af honum var selt utan aftur. Annar bķll ķ landinu var svonefndur Grundarbķll sem heimilisfesti įtti aš Grund ķ Eyjafirši frį hingaš komu sinni 1907 og fór ķ örfį skipti žašan til Akureyrar įšur en honum var lagt į kirkjuhlašinu  uns hann var loks seldur aftur śr landi ķ įrslok 1912. Žrišji bķllinn til Ķslands var Bookless bķllinn svokallaši sem skoskir bręšir ķ Hafnarfirši fengu hingaš 1913. Litlum sögum hefur fariš af honum en telja mį vķst aš hann hafi einkum veriš notašur til ferša milli Hafnarfjaršar og Reykjavķkur.

Fyrsti bķllinn sem gerši ford_nr1_a_sl.jpgsig gildandi hérlendis kom ekki til landsins fyrr en 20. jśnķ 1913. Žaš var Ford T sem Sveinn Oddsson og fleiri komu meš hingaš og ein fyrsta ferš hans var, reyndar, austur aš Ęgissķšu. En žaš er fullseint til aš Gušmundur į Stóra-Hofi hafi fengiš far meš honum sušur ķ febrśar 1912. -- Žessi sami T-Ford varš 6 įrum sķšar fyrsti bķllinn ķ Borgarnesi.

Hér fylgir mynd af T-Ford Sveins Oddssonar, sem kom til landsins 20. jśnķ 1913. Sami bķll varš sķšar fyrsti bķll ķ Borgarnesi.

Hafandi lesiš žessar sķšur ķ Minningum Gušmundar į Stóra-Hofi kom mér nokkuš į óvart aš sjį aš į bls. 96 segir aš sama dag og „nįmskeišsmenn héldu frį Hvanneyri til Reyjavķkur, lögšu nokkrir piltar upp undan Eyjafjöllum ķ góšu vešri įleišis til Reykjavķkur ķ atvinnuleit“ en fengu į sig ofsavešur og tveir žeirra uršu śti skammt frį Varmadal į Rangįrvöllum. -- Žessi tķmasetning um daušdaga žessara tveggja manna, bręšranna Sveinbjarnar og Brynjólfs Gušmundssynir Sveinbjarnar prests ķ Holti er rétt og stašfestanleg og žvķ furšulegri verša įšur komnar yfirlżsingar um bķlferš Gušmundar frį Ęgissķšu til Reykjavķkur ķ febrśar 1912 og spaugileg yfirlżsingin um bķlleysiš ķ Borgarnesi.

Ofanskrįš sżnir aš rétt er aš taka upplżsingum ęviminninga meš vissum fyrirvara og gleypa ekki allt hrįtt eins og žaš er boriš į borš. Žaš ęttu ęvisöguritarar lķka aš hafa hugfast.

(Ég biš góšfśsa lesendur velviršingar į žvķ ef feitletrašur myndatextinn lendir einhver stašar śt śr kś mišaš viš myndina. Ég kann ekki aš setja myndtexta į réttan staš ķ bloggi.)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Sęmundur Bjarnason

Jį, fyrir žvķ eru margar heimildir aš minni manna er brigšult. Datt fyrst ķ hug aš einfaldlega hafi veriš um ranga tķmasetningu aš ręša. Sennilega er hér einhver samslįttur į feršinni. Ekki žarf endilega aš efast um frįsögnina sjįlfa.

Varšandi myndina held ég aš stašsetning "cursorsins" žegar myndin er sótt rįši žvķ hvar hśn lendir.

Sęmundur Bjarnason, 3.2.2011 kl. 15:21

2 Smįmynd: Ragnheišur

Hvaš ętli valdi svona ? Misminni eša misritun ?

Ragnheišur , 5.2.2011 kl. 02:04

3 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Misritun kemur ekki til greina hér aš mķnum dómi, Ragnheišur. Žetta hlżtur aš vera hrapallega misminni sem enginn gerir sér far um aš kanna nįnar, m.a. af žvķ bķllinn vann sig svo eldsnöggt inn aš hjarta žjóšarinnar aš žaš žótti sem hann hlyti alltaf aš hafa veriš hér. Ég tel žetta fyrst og fremst flumbrugang bókarhöfundanna.

Siguršur Hreišar, 5.2.2011 kl. 22:51

4 Smįmynd: Ragnheišur

Jį žaš er lķklega rétt hjį žér.

Ragnheišur , 14.2.2011 kl. 03:23

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Fęrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband