Þá er fjandinn laus

Sé í fréttum að Ólína Þorvarðardóttir hefur lent í óvæntum bílaballett uppi í Borgarfirði, sagt á móts við Munaðarnes. Gæti það kannski hafa verið ofan við Kolásinn, á flóanum fyrir neðan Litla Skarð? -- Skiptir í sjálfu sér ekki máli, en meðan ég var Norðdælingur var sá flói skæður með svokallaðan „svartan ís“, ósýnilegt glærusvell sem myndast mjög snögglega þegar kæling niður í frostmark gerist hratt.

Sé í bloggi við þessa frétt að maður sem tíðum ferðast um Borgarfjörð telur að þarna hefði skipt sköpum að hafa nagladekk undir bílnum. Nú kemur ekki fram hvers lags dekkjum bíll Ólinu er á og vera má að það hefði einhverju breytt. Þó tel ég, að fenginni reynslu, að nagladekk séu ekki hvað síst falskt öryggi. Í það eina skipti sem ég hef lent í álíka bílaballett og Ólína lýsir í fréttinni var ég á nagladekkjum. Á sjálfskiptum jeppa með afturhjóladrifi en tengjanlegu framhjóladrifi -- sem ekki var tengt í mínu tilviki. Það lán var yfir mér að stöðvast uppi á veginum en fara ekki út af eða velta bílnum eða rekast á aðra umferð. Kannski vegna þess að ég var nýbúinn að vera á námskeiði um viðbrögð við hálku?

Þegar ég hafði tengt framhjóladrifið og losað um hnútinn í maganum hélt ég áfram ferð minni en nú með þá vitund að ekki var stætt á veginum og hagaði akstrinum samkvæmt því. Það er nefnilega það sem skiptir mestu máli.

Það sem af er þessari öld hef ég ekki notað nagladekk. Utan fyrri hluta vetrar 2003-4 að ég keypti notaðan bíl á notuðum nagladekkjum -- svokölluðum. Þau voru orðin býsna slitin og þeir naglar sem eftir voru í þeim voru flestir orðnir að örlitlum hnúðum sem grilla mátti í ofan í slitfletinum. Það var til mikilla bóta þegar ég fleygði þeim en setti bílinn í staðinn á góð ónegld vetrardekk. Raunar er svo gott jafnvægi í þessum bíl sem enn stendur hér í hlaði að hann er alveg einstakur á hálku.

Það er alveg sama hvort maður er á negldu eða ónegldu, maður verður alltaf að vera meðvitaður um færðina og bílinn sem maður er á. Og -- að það er sama hvernig hjólabúnaðurinn er, líka hvort bíllinn er með drif á báðum ásum eða bara öðrum -- það er nauðsynlegt að forðast að þurfa að snögghemla eða hreyfa stýrið snögglega. Þetta hvort tveggja ræður frekar milli happs og óhapps heldur en hvort einhverjir naglar -- venjulega misslitnir -- hafa einhvern tíma verið greyptir í dekkið.

Einna hættulegast í glerhálku eins og svörtum ís (fyrir utan að vera á sumardekkjum eða svokölluðum heilsársdekkjum sem kannski eru orðin veturgömul eða meira) tel ég að vera á sjálfskiptum bíl aðeins með drif á afturhjólum. Ef eitthvert högg (hnykkur) er í skiptingunni þegar bíllinn skiptir sér niður eru miklar líkur á að hann fari að svingla með afturendann. Og þá er fjandinn laus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessum skrifum þínum er ég (fávís konan) hjartanlega sammála, þau eru eins og skrifuð frá mínu hjarta. Þó vantar eitt atriði í greinina, sem mér finnst skipta miklu máli, en það er að gæta þess að vera alltaf á hreinum dekkjum. Þegar farið er að salta göturnar, þá byrjar tjörubaðið. Það þekkja eflaust allir ástandið þegar ekki sést lengur út úr bílnum, sem ekki er lengur hægt að greina réttan lit á og þurrkurnar hafa ekki lengur getu til að hreinsa rúðurnar. Tjaran sest nefnilega líka á dekkin og margfaldar áhrifin fyrir ballettinn, sem þú nefnir. Sl. um það bil 40 ár höfum við hjónin ekki notað nagladekk og höfum þó komist allra okkar ferða og ekki heldur höfum við þvælst fyrir samferðafólki á götunum.

Ruth (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka fyrir þetta, Ruth vinkona, en það vantar fleira. Maður verður bara að forgangsraða svo messan verði ekki alltof löng…

Sigurður Hreiðar, 27.10.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband