18.10.2010 | 16:15
Hvert blésu þeir?
Þeir blésu andskotann ekki neitt, þeir blésust út. Þarna á skilyrðislaust að nota þolmynd sagnarinnar. -- Hitt er annað mál að segja mætti mér að þessi bíll hafi verið af nokkuð algengri franskri tegund.
Líknarbelgir blésu út í holunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306294
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áttu ekki við miðmynd? En mér finnst þetta vera nýmæli hjá þér. Maginn á mér "blæsist" ekki reglulega út en hann blæs út þegar hann þenst út.
Kveðjur,
J
Jóhannes (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:01
Nokkuð góð líka spurningin sem einhver varpaði fram um hvort vegirnir þarna væru ekki orðnir rennisléttir eftir að líknarbelgirnir blésu út í holunum, eða a.m.k. að þær væru horfnar sem slíkar samkvæmt þessu.
Guðjón (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 20:46
Vel má vera að ég sé farinn að rugla saman málfræðiheitum. Hitt er annað mál, hvað sem birtingarformið heitir, að sögnin að blása túlkar virka athöfn en ekki óvirka. Ef maginn á þér tútnar út, Jóhannes minn, er það eitthvað sem gerist innra með honum, en hann blæs ekki fyrr en þú fretar, sem væntanlega dregst ekki um of. Hvort sem við á öryggispúðann í Renónum eða magann í þér -- báðir þenjast út en þeir þenja ekki undir þeim kringumstæðum sem lýst er í fréttinni og athugasemdinni.
Sigurður Hreiðar, 20.10.2010 kl. 10:30
Ég vona að skeytið þitt hafi létt af þér þrýstingi. Sé líka að þú ert jafngóður í eðlisfræði og málfræði.
Lifðu heill,
J
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.