Sagan af nagladekkjunum

Ég hélt ég gæti látið mér duga venjulegan fólksbíl, reyndar afar þægilegan slíkan og góðan til síns brúks. En -- mér finnst slæm meðferð á honum að nota hann til að draga kerru sem stundum getur orðið dálítið þung og þess utan finnst mér talsverð fötlun að geta ekki skellt mér út á einhvern heiðarveg eða grýtta slóð sem mig ber að, bara af því mig langar að vita hvað er á hinum endanum. Svo ég féll í þá freistni að kaupa mér á nýjan leik bíl með drif á öllum hjólum og sæmilega veghæð.

Með grip þessum fylgdu negld vetrardekk. Nú hef ég ekki notað negld dekk það sem af er öldinni eða ekki síðan ég hætti að eiga leið skáhallt yfir landið jafnt vetur sem sumar og er satt að segja heldur mótfallinn notkun nagladekkja á svæði sem yfirleitt er saltað við fyrsta hálkuvott. Var auk heldur búinn að kaupa mér góð, ónegld vetrardekk áður en nagladekkin góðu bárust mér loks í hendur.

En nú eru þau komin. Og viti menn, þau eru nær óslitin að sjá.

Kannski les þetta einhver sem þarf á nagladekkjum að halda. Þá er ég tilbúinn að selja. Stærðin er 215/70R16, týpa m+s, tegundin sýnist mér heita Wintercat. Mér virðist sanngjarnt að slá 25-30% af nýverði og býð ganginn þar með á 80 þúsund.

1010010043.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona líta þau út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil þig vel að þú vilt ekki aka á nagladekkjum. Mér finnst þau gamaldags lausn á vanda vetrarins.

Hvaða dekk ætli séu best miðað við íslenskar aðstæður? Sjálfur ek eg yfirleitt ekki mikið lengra en upp í Borgarfjörð og til baka aftur. Undir bílnum núna eru heilsársdekk af gerðinni Cooper minnir mig og hafa reynst ágætlega. En þau eru orðin dáldið slitin og þarf að kaupa ný. Á dekkjaverkstæðinu var mælt með að kaupa dekk af gerðinni Michelin sem ku hafa þann kost að endast lengur auk þess að munstrið eigi að stuðla að minni eldsneytiseyðslu sem er óneitanlega mikill kostur. Sá ókostur er að þessi dekk eru ekki til í stærðinni 195x14 auk þess sem þau eru dálítið dýrari. Mín reynsla er að hafa eins mögulega stór dekk undir vgninum yfir veturinn.

Fróðlegt væri að heyra þitt álit.

Kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2010 kl. 23:47

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sjálfur féll ég í þá freistni að kaupa Michelin X-Ice undir trukkinn núna í haust. Þau eru mjúk og hljóðlát og ég veit af gamalli reynslu að Michelin er með gott vetrarmunstur.

Í þinni stærð myndi ég byrja á að skoða Cooper Weathermaster hjá strákunum á Langatanga og segja Eyþóri að þú hljótir að eiga hjá honum góðan afslátt. Í annan stað er ég svolítið hallur undir Toyo harðskeljadekkin sem Benni er að selja, þó ég hafi aldrei prófað þau sjálfur. Fleiri eru efnileg en þetta er það sem mér dettur einna fyrst í hug.

Á snjóavetri er heppilegast að vera ekki á mjög breiðum dekkjum fyrir allan almennan akstur. Breiðu dekkin koma frekar að gagni þegar ekið er á svelli og við þær aðstæður þegar heppilegt er að hleypa lofti úr dekkum til að aka ofan á snjó fremur en gegnum hann.

Meðal annarra orða: Dekkin sem ég skrifaði um hér að ofan eru seld.

Sigurður Hreiðar, 8.10.2010 kl. 10:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir Sigurður og til lukku að vera laus við árans nagladekkin.

Kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband