Bústaður?

Burtséð frá því hvað það er vitlaust að eggja óbilgjarnan -- í þessu tilfelli að elta smyglara með ljósagangi og látum í morgunumferðinni -- er það vitlaust að kunna ekki skil á helstu götunöfnum þeirra staða sem skrifað er um. Ragnar heitinn á Bústöðum bjó þar góðu búi og eftir bæ hans heitir gatan. Bústaðir hét hann en ekki Bústaður -- sem þurft hefði að vera til að gatan gæti heitið Bústaðarvegur eins og hún er kölluð í þessari frétt.
mbl.is Áfengi fannst í bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Hefurðu tekið eftir því hvað fjölmiðlafólk er farið að bæta r oft í staðarnöfn ?. Þetta er að verða eins algengt og þágufallssúkin, sem er öll að lifna við.

Landeyjarhöfn..... Skógarfoss.... Bústaðarvegur, og meira að segja verslun, sem er við Laugaveg, auglýsir á burðarpokum sínum ,,KÓS Laugarvegi" !!

Þau eru miklu fleiri dæmin, en þessi komu fyrst upp í kollinum á mér.

,,Mér" langar að vita, hvort ekki sé gerð krafa um málfræðikunnáttu, hjá fjölmiðlum !

Börkur Hrólfsson, 28.9.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, ég hef tekið eftir þessu -- og blöskrar!

Sigurður Hreiðar, 28.9.2010 kl. 13:41

3 identicon

Rétt og takk fyrir að hnykkja á þessu. Ég rak augun í þetta í dag og var að því kominn að fara í vont skap enda er ég fæddur og uppalinn á Bústaðaveginum og man eftir bænum sem stóð sunnan við þar sem nú er Bústaðakirkja. En þá væri maður alltaf í vondu skapi því málvillurnar virðast nánast óteljandi og ambögurnar sömuleiðis. Nóg er það samt!

Ómar Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband