28.9.2010 | 11:18
Tjón af kisum?
Alltaf sama þvaðrið um veslings kettina. Heimiliskettir eru sjaldnast neinum til ama og alveg sjálfsagt að reynt sé að hafa eitthvað önd í bagga með flækingsköttum. En ma ma maður bara skilur nú ekki almennilega svona lagað. Hvað er td. átt við með „ábyrgir fyrir tjóni sem kettir þeirra valda?“ Hvert er tjónið af kisunum?
Reglur um kattahald teknar fyrir hjá bæjarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjaldnast? Það eru þá þín orð. Ég heyri nær daglega kvartanir af köttum sem hafa farið inn í hús, migið, skitið og skemmt. Þessi dýr eiga bara að vera í bandi eða í búrum, nú eða villt utan þéttbýlis. Það spurði mig enginn hvort ég vildi hafa kött í næstu húsum sem svo koma og klóra í pullurnar á garðhúsgögnunum, fara inn um glugga, skíta í sandkassa barnanna, fara í barnavagninn o.fl.
Freyr (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 11:54
Sammála þessu Sigurður.
ThoR-E, 28.9.2010 kl. 13:20
Ég á að vísu ekki kött núna -- og spurning hvort nokkurn tíma er hægt að segja að maður eigi kött. En kettir hafa löngum haft sama heimilisfang og ég og ég kannast ekki við svona eins og Freyr talar um. Nema auðvitað að skíta í sandkassa; það er eðli katta að gera þarfir sínar þar sem hægt er að grafa þær. Kettir hafa komið inn um glugga hér eða opnar dyr, en aldrei gert neinn óskunda. Mig grunar að það gerist því aðeins að heimilismaðurinn gangi berserksgang og kötturinn verði miður sín af hræðslu.
Sigurður Hreiðar, 28.9.2010 kl. 13:44
Sigurður, þú hefur lög að mæla eins og svo oft. Kenningin um berserksgang heimilismanns er áhugaverð og eiginlega það eina sem ég get ímyndað mér að gæti valdið þessum viðbrögðum sem getið var um í einni athugasemdinni. Hef kynnst fjölmörgum góðum köttum og nokkrir þeirra búið á heimili mínu (því ekki eigum við þá) og allir afskaplega spakir og snyrtilegir.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.9.2010 kl. 13:58
Það er dáldið eins og við íslendingar erum orðnir að algjörum borgarbörnum að fólk í stórborgum finnist örugglega nóg um. Þegar maður er í útlöndum eru dýr út um allt. Dúfur á kaffihúsum og kettir á veitingastöðum. Hérna á Íslandi er nú ekki mikið um dýr og það er eins og margir vilja útrýma þeim fyrir fullt og allt. Ef það er svo hræðilegt að kettir skíta í sandkassa, er þá ekki jafn hræðilegt að fuglar skíti á gangstéttir með tilheyrandi óþrifnaði? Hvar á svona vitleysa að enda í að "vernda" okkur frá dýrunum?
Annars eru þessar ákvarðanir sem voru þarna teknar í góðu lagi. Það er ekki annað en eðlilegt að biðja fólk um að hugsa um gæludýrin sín.
Mofi, 28.9.2010 kl. 14:02
Það væri fínt að skikka fólk til að gera ráðstafanir til að kettirnir kæmust heim til sín. Mér finnst líklegast að kettir séu að þvælast inn í ókunnug hús eftir að hafa orðið leiðir á því að mjálma fyrir fram dyr eigenda sinna sem gleymdu að hleypa þeim inn á nóttunni eða eru í vinnunni allan daginn.
Danni (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:15
Það var ekki annað!Tjón af kisum, jamm, ég get vel skilið að blessaðar pullurnar seu áreiðanlega gjörónýtar útaf köttunum i nágrenninu (það hefur áreiðanlega alls ekkert með islenskt veðurfar ad gera, hvað þá heldur skaðræðis fuglakvikindin sem pikka og pilla i allt til að ná sér i hreiðurefni, nei nei). Og fyrir þá sem eru ekki meðvitaðir um það þá eru fuglar ollu verri smitberar heldur en kettir, og þeir skita ALLSTADAR, hvort sem um ræðir sandkassa eða annað. Reynið ad lesa ykkur til um það við tækifaeri hvada sjúkdómar berast med fuglum (salmonella hvad? Fuglaflensa? Ormar, já og margir fleiri). Varðandi ábyrgð kattaeiganda þá er ég samt hjartanlega sammála tillögunum - mér finnst alveg hárrétt ad fólk sé skuldbundið til passa upp a dýrin sin og láta þau ganga með ól og bera örmerki. Ad eiga dyr fylgir ábyrgd, þetta eru lifandi skepnur en ekki leikfong. Mér finnist þó full ómannúðleg tillaga fyrri athugasemdar ad halda þvi fram ad kettir geti lifad villtir utan þéttbýlis, á Islandi (!!!). Venjulegir kettir eru ekki ósvipaðir hundum að þvi leytinu til, their komast ekki af án okkar afskipta (nema villtir, i þéttbýli thar sem þeim er ýmist gefið eða þeir komast i mat á annann hatt. Og hverskonar skepnuskapur vaeri það að loka kisu i búri, hvað á maður eiginlega að halda? Eg fæ hroll vid tilhugsunina.Varðandi ketti og opna glugga, þá hef ég einu sinni a 30 árum lent i þvi að köttur kom inn um gluggann - ég var með hráann silung i eldhúsvaskinum, og það var mér sjalfri að kenna, og enginn meig né skeit neinsstaðar...þvi midur er ekki óalgengt manna á milli að vissir einstaklingar seu að "kvarta" yfir hinu og þessu af ástæðulausu, og eiga þá ábyrgir kattareigendur og saklaus dýr ad bera skaðann af geðvonsku og smásálarskapi nágrannanns? Manni er spurn..
Lena` (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 17:22
Ég þarf nú bara eitt til að réttlæta mál mitt en börn hafa látist af völdum sýkinga sem hljótast af kattaskít í sandkössum. Og vandamálið er sem fyrr þeirra sem EKKI eiga ketti. Og Lena getur líklega sætt sig við að hús hennar verði útkrotað af óþekkum unglingum því hún hefur svo háan tolerans fyrir náttúrunni. Pullurnar þola veðrið skal ég segja þér en ekki klær kattanna! Kettir eru villidýr og eiga heima utan þéttbýlis. Ég hef nákvæmlega enga samúð gagnvart þeim fjölda katta sem lenda fyrir bílum enda er það á ábyrgð kattaeigenda að halda þau. Ég hika ekki við að beita mínum aðferðum við að fæla þá í burtu. Eigendur þeirra geta svo bara tæklað afleiðingarnar. Ég ætla ekki að fórna lífi barnsins míns fyrir kattarkvikindið.
Freyr (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 17:49
Þú ert rugludallur Freyr.
ThoR-E, 28.9.2010 kl. 19:36
Það eru nokkrir sem trúa því að útrýming katta hafi valdið svartadauðs plágunum á miðöldum, sjá: http://www.suite101.com/content/cats-and-the-black-plague-a58146
Ég er svona ágætlega sannfærður um að þetta er rétt en ekki 100%.
Mofi, 29.9.2010 kl. 11:24
Hér langar mig að leggja orð í belg. Þó að kettir valdi ekki tjóni, þá valda þeir fólki ýmsum óþarfa óþægindum. Það er alls ekki sjálfsagt að ég skuli þurfa að hafa ama af annarra áhugamálum. Þegar ég þarf að sinna mínum áhugamálum úti í mínum garði - sem ég vona að sé engum til ama - þá finnst mér ekkert ánægjuefni að þurfa að finna „ilminn" sem gjarnan gýs þar upp og ég vænti þess að allir skilji hvað ég á hér við.
„Kötturinn fer sinna eigin ferða" eins og allir vita. Kötturinn hlýðir engum, öfugt við hundinn og þess vegna finnst mér það vera spursmál hvort að hann sé hæfur sem gæludýr.
Hvað gerir kötturinn sem opnað er fyrir á morgnana þegar „húsbændur hans" fara til vinnu? Jú, hann fer beint yfir götuna og inn í næsta garð til að gera þarfir sínar þar. Kötturinn er nefnilega svo kattþrifið dýr, að slíkt gerir hann ekki heima hjá sér, hann fer helst þangað sem enginn köttur á heima. Svona er hann snjall. Svo hlýtur hver hugsandi manneskja að sjá að sandkassar sem eru á opnum svæðum og hugsaðir eru fyrir smábörn, en kettir hafa frjálsan aðgang að, eru auðvitað stórhættulegir börnunum. Það lýsir hroka þeirra sem finnst það ekki tiltökumál, eins og ég hef oft lesið þegar þessi mál ber á góma. Það er ekki að ástæðulausu að Reykjvíkurborg er búin að fjarlægja alla þessa sandkassa.
Kattaofnæmi er ekkert grín, það þekki ég af eigin reynslu með barni mínu og það lýsir ótrúlegum hroka hjá því fólki sem segir að of næmir geti bara forðast kettina. Það er bara ekki þannig. Ofnæmissjúklingur getur einfaldlega illa haft samskipti við þá vini sína sem halda ketti. Einkennin gera strax vart við sig þegar stigið er inn á heimili þar sem köttur er. Ofnæmislæknirinn sagði mér á sínum tíma, að kattaofnæmið væri erfiðast að meðhöndla, að það væri mjög sjaldgæft að það væri læknanlegt
„Varðandi ábyrgð kattaeiganda þá er ég samt hjartanlega sammála tillögunum - mér finnst alveg hárrétt ad fólk sé skuldbundið til passa upp a dýrin sin og láta þau ganga með ól og bera örmerki. Ad eiga dyr fylgir ábyrgd, þetta eru lifandi skepnur en ekki leikfong." segir Lena. (Leturbreyting er mín)
Þessu er ég innilega sammála.
Kettir eru yndisleg dýr, rétt eins og hundar, en þeir draga dám af eigendum sínum. Það eru hreint ekki allir sem halda þessi dýr, til þess færir - og þegar illa tekst til, þá er dýrunum kennt um.
Hversvegna má ekki hafa ketti í tjóðri?
Köttur, rétt eins og hundur, sem venst því að vera tjóðraður strax í upphafi, utan dyra, þekkir ekki annað líf og verður öryggislaus þegar hann er ekki í tjóðrinu.
Ég hef nokkuð oft dvalið í Helsinki s.l. rúm 20 ár. Þar býr ein milljón manna. Aðeins tvisvar minnist ég þess að hafa séð kött þar utan dyra - annar í tjóðri. Þegar ég spurði heimafólk hvort ekki væru kettir í þeirri borg, þá var svarið að víst væru þar kettir, en þeir fá ekki að ganga lausir utan dyra.
Hinsvegar á Grikklandseyjum úir og grúir af köttum og hundum sem ganga lausir og enginn virðist eiga. Þar hafa þeir því hlutverki að gegna t.d. að verja veitingastaðina fyrir músagangi, en mikið óskaplega eru þeir horaðir þar.
En það er ansi mikill munur á menningu Reykjavíkur og Helsinki annars vegar og Grikklandseyjum hinsvegar.
Ruth (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.