23.8.2010 | 20:56
Á um hlandforarhneykslið
Grunur leikur á um -- eitthvað, heyrðist mér ég heyra í útvarpi á dögunum, trúði ekki að fréttamenn helsta miðils þjóðarinnar allrar tækju svo fáránlega til orða. En svo heyrði ég þetta aftur í hádeginu í dag og nú voru með mér nokkur vitni sem líka urðu öldungis hlessa. Þá var verið að tala um hlandforarhneykslið í Kárastaðalandi.
Þarna er þessu um algerlega ofaukið. Grunur leikur á einhverju. Grunur leikur á að starfsmenn Stífluþjónustunnar hafi bunað hlandfor þar sem það er alls óleyfilegt. Grunur um eitthvað er allt annað orðalag og allt öðru vísi notað. Uppi er grunur um að -- og svo hvað það er. Á um gengur ekki saman. Amk. ekki í þessu samhengi.
Hvernig væri að kunnáttumenn færu yfir texta t.d. hádegisfrétta eða kvöldfrétta með fréttamönnum RÚV -- og létu þá helst finna sjálfa það sem aðfinnsluvert er? Eða er umburðarlyndið í hlutfalli við peningaleysi stofnunarinnar?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og eins færi betur að segja: "fannst mér ég heyra"... :) Ekki satt ?
HP Foss, 24.8.2010 kl. 23:22
Smekksatriði, HP minn. Um smekk verður ekki deilt. Ég gæti átt það til að segja hvort sem væri, en í þessu tilviki heyrðist mér þetta.
Sigurður Hreiðar, 25.8.2010 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.