Myndatökur á almannafæri eða brot á friðhelginni?

Nýlega var á pressunnipunkturis og kannski víðar sagt frá manni sem í grandaleysi var að taka myndir í Reykjavíkurborg þegar þrjár dömur, sem töldu sig hafa lent inni á mynd hjá honum, réðust að honum og heimtuðu að hann eyddi myndinni, hann hefði tekið af þeim mynd í heimildarleysi og þar með ráðist inn í friðhelgi einkalífs þeirra.

Úr þessu urðu slagsmál sem mannauminginn með myndavélina fór illa út úr, því dólgar nokkrir sem gáfu sig út fyrir að vera þá riddara að bjarga mannorði þessara „damsels in distress“ léku hann grátt sér til skemmtunar.

Ekki veit ég um lyktir þessa máls, hafi þær einhverjar verið. En ég hef lifað í þeirri trú að manni sé heimilt að taka ljósmyndir hvar sem er á almannafæri, brjóti það ekki í bága við almannaheill, og það komi friðhelgi einkalífs manna ekkert við ef þeir eru af tilviljun á þessu almannafæri.

Man eftir því þegar ég var að byrja í blaðamennsku fyrir margt löngu að ég birti mynd af sérlega fallegum gluggatjöldum sem héngu fyrir glugga sem ég átti stundum leið hjá -- glugginn var sneri sem sagt út að almannafæri. Konan sem átti gluggann eða amk gluggatjöldin, varð æf yfir þessu þó ég segði engum hvar glugga hennar væri að finna, hringdi í mig og ritstjóra blaðsins og hótaði okkur afarkostum eða við greiddum henni skaðabætur ella. Við báðum hana endilega að fara í mál því glugginn hennar væri á almannafæri og því öllum heimill að horfa á og jafnvel taka mynd af. Heyrðum svo ekki af því meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að lögin séu skýr hvað þetta varðar.  Ef þú ert á almannafæri eða á opinberum stað hefurðu ekkert tilkall til einkalífs.  Þ.e.a.s. ljósmyndara er heimilt að taka mynd af þér.  Í hinu tilfellinu sem þú nefnir, ertu að taka mynd innan veggja heimilis sem þú hefur ekki að öllu jöfnu ekki aðgang að. Þar hefur húsráðandinn tilkall til prívat lífs.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, H.T. Ég er sammála því að þú átt ekki rétt á myndatökum innan veggja heimilis, nema um sé samið. En ef þú tekur mynd af útvegg húss ert þú að taka mynd af því sem að almenningi snýr, sem þar á leið hjá án þess að verða innan veggja. Ef gluggi er á þeim útvegg er  hann líka á almannafæri að því marki sem hann snýr út og blasir við vegfarendum.

Sigurður Hreiðar, 16.8.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gardínur okkar "kellinganna" hanga einmitt uppi í gluggunum til þess að enginn hafi innsýn innfyrir heimilisveggina.

Sigurður, tókstu þessa gardínumynd innan frá???

Kolbrún Hilmars, 16.8.2010 kl. 20:16

4 Smámynd: Lárus Baldursson

Hvernig er það lagalega hér á landi, má taka myndir úti á götu og gera þær opinberar? þeir í Singapore er orðnir mjög tæknivæddir á google map hér er linkur....

http://maps.google.com/?ie=UTF8&ll=1.294833,103.816279&spn=0,0.002401&t=h&z=19&layer=c&cbll=1.29409,103.815962&panoid=nlzxS_VYSOvq-ItIP_nsbg&cbp=12,299.72,,0,5

Lárus Baldursson, 16.8.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Kolbrún, ég tók myndina utan frá og það var engin kelling sjáanleg.

Sigurður Hreiðar, 16.8.2010 kl. 21:59

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Lárus, ég og mér sýnist greinilega H.T. Bjarnason líka, tel að myndir teknar á almannafæri megi gera opinberar. Svo sem af fylliríi á þjóðhátíð…

Sigurður Hreiðar, 16.8.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband