15.8.2010 | 12:26
Ræfildómur að kunna ekki að fallbeygja
15. ágú. 2010 - 10:00
Hagfræðingur: Tekur 2-3 mánuði að taka upp dollar og Lee Buchheit getur aðstoðað okkur
Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur.
Hagfræðingur segir gjaldeyrishöftin helsta ástæða styrkingu krónunnar undanfarið og óhjákvæmilegt sé að hún muni vera veik til frambúðar án hafta. Hann nefnir að Lee Buchheit hafi nýlega aðstoðað Zimbabwe að taka upp dollar og það hafi gefið góða raun.
Pistillinn hér að ofan er tekinn, stafrétt og myndrétt, upp úr Pressan.is og er enn eitt dæmið um að fólk kann ekki eða getur ekki eða vill ekki fallbeygja orðið styrking eða veit ekki að hér á það að vera í eignarfalli. -- Ég veit ekki um ykkur, en mér finnst þetta aumingjadómur.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En sér þú ekki Sigurður, að hér eru slegnar þrjár flugur í eini höggi?
„...segir gjaldeyrishöftin helsta ástæða styrkingu krónunnar...."
Ættu þeir ekki bara að snúa sér að því að spila golf - gætu kannski slegið í þrjár holur í einu höggi.
Ruth (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 11:24
15. ágúst 2010 18:15:46
Höfundur hefði getað skotið inn orðinu fyrir og þá hefði þetta verið rétt:
”…..helzta ástæðan fyrir styrkingu krónunnar”
En annars er ef. styrkingar ”…. til styrkingar krónunnar.”
Svo segir vinur minn Sigurður Oddgeirsson
Björn Emilsson, 16.8.2010 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.