Verður klósettpappírinn næst seldur sér á Tenerife?

Hér og hvar um heiminn er verið að leita að matarholum eða hvernig megi gera matarholu út frá þeirri sem fyrir er.

Nýlega fékk ég tilboð frá Plúsferðum um 14 daga ferð til Tenerife. Með gistingu á Hesperia Troya og hálfu fæði átti hún að kosta 134.452 kr. á mann miðað við tvo saman í íbúð. Nú verð ég að játa að ég er dálítið hallur undir skreppitúra til Tenerife og Hesperia Troya veit ég ekkert um, svo ég fletti nafninu upp til að vera nokkru nær -- þó dagsetningarnar fyrir þennan skreppitúr henti mér alls ekki.

Og viti menn: Þar komst ég að því að kæliskápur er ekki innifalinn! Kostar 6 evrur aukreitis á dag! Ef við gefum okkur gengi evrunnar 155 krónur gerir það bara 930 krónur á dag, 13.020 fyrir 14 dagana. Hver vill/getur verið kæliskápslaus á sólarstað? Og það í 14 daga? -- Tilboðið nær því ekki því sem með þarf fyrir því brýnasta, ætti að vera 140.962 pr mann miðað við tvo saman í íbúð.

Ég er í sjálfu sér ekki að kenna ferðaskrifstofunni um þetta, þó hún ætti sóma síns vegna að vera búinn að reikna kæliskápinn inn í dæmið. Þetta eru hótelin sem eru að ríða á vaðið og þrengja það sem fylgir í því sem þau eru að selja sem grunnþjónustu. Til að mynda er maður skyldaður til að kaupa sér drykk með kvöldmat þó búið sé að borga tam. hálft fæði og það er lágmark 2 evrur fyrir minnsta skammt af vatni, 310 kr. á dag ofan á grunnþjónustuverðið, 4.340 fyrir 14 daga dvöl.

Hvað ætli verði næst hjá þeim? Selja klósettpappírinn sér, eða taka leigugjald fyrir að hafa kodda?

Svona smáplokk dregur sig saman og mér finnst þetta meira áberandi á Tenerife heldur en Gran Canaria. En nokkuð víst má telja að ef gestir þessara staða og ferðaskrifstofurnar sem sjá um að moka fólki þangað taka þessu með þögn og þegjanda breiðist dæmið út, amk. um allan Spán.

Leiðrétt vegna villu kl. 17.19


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband