Tiger Wood vergjarn?

Mér er rétt sama um golf. Veit að það snýst um að slá litla, hvíta kúlu misfast með mismunandi prikum og koma henni þannig mislanga vegalengd ofan í smáholu í jörðinni í sem fæstum höggum. Hvort tveggja mun fokdýrt, kúlurnar og prikin, og ekki síst að fá að nota þá aðstöðu sem þarf til að iðka þetta dundur.

Maður nokkur útlendur sem gengur undir nafninu Tígur Skógarins, á engilsaxnesku Tiger Wood, var nokkuð glúrinn í þessum kúlubarningi þar til uppvíst varð um að hann hafði verið áleitinn við konur og legið þær nokkuð margar -- man ekki hve margar? Voru þær ekki orðnar hátt í 30 við síðustu talningu? -- fram hjá sænskri konu sinni sem líkaði þetta illa og lét að lokum hendur skipta. Nokkuð sljákkaði í Tígrinum við þetta og hann kvað hafa farið í meðferð við kynlífsfíkn, sem á íslensku heitir einfaldlega gredda, og tók sé hlé frá kúlubarningi á meðan. 

Nú er hann kominn úr afgreddun og aftur farinn að berja kúlur. Nú ber hins vegar svo við að hann er ekki svipur hjá sjón og ekki líkt því eins hittinn og fyrr. Afgreddunin virðist hafa farið illa í hann.

Nema hann láti nú til sín taka á nýjum vettvangi. Í pistli í S-Mogga í dag um þetta mál er TW sagður hafa -- eða hafa haft -- brókarsótt. Og hvað þýðir brókarsótt? Jú, hún þýðir vergirni. Og hvað þýðir vergirni? Jú, það þýðir karlsemi, að vera fíkin(n) í karlmenn. Þetta er samkvæmt orðabókinni. Ég vænti hún sé til á Mogga.

Þó er ég ekki viss. Mér býður í grun að hún sé að minnsta kosti ekki mjög lúin, ef hún er til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löngu kominn tími á, að blaðamenn og aðrir sem skrifa í blöð kunni íslensku.

loftur (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 22:07

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Er ekki brókarsótt til í okkur öllum kæri Sigurður? bara mismikið ? Við erum nú einu  sinni mannlegir

Guðmundur Júlíusson, 25.7.2010 kl. 00:19

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Blaðamenn eru bara eins og aðrir. Skilja flest orð sínum skilningi. Þeir halda að vergirni og kvensemi sé það sama. Sennilega halda þeir líka að giftur og kvæntur sé það sama. Þeir ættu samt að huga meira að orðnotkun en aðrir og hvernig orðin verða til.

Sæmundur Bjarnason, 25.7.2010 kl. 08:44

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Guðmundur: Ég persónulega minnist þess ekki að nokkur karlmaður hafi  nokkru sinni vakið kynferðislegan áhuga minn. Svo ég þekki ekki brókarsótt af eigin reynd. Öðrum körlum kann að vera öðruvísi farið.

En konur hafa iðulega vakið með mér allskonar hrísling -- þó ég þykist hafa kunnað að fara með það. Enda hef ég margsinnis sagt að ég sé mun nær því að vera lesbía en hommi.

Loftur: Ég myndi frekar segja að sá tími sé því miður liðinn að verulegu leyti, að blaðamenn og aðrir sem skrifa í blöð kunni íslensku.

Sæmundur: Sammála.

Sigurður Hreiðar, 25.7.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband