23.7.2010 | 13:36
Að mæðast yfir reiknikúnstum
Nú stendur yfir vinnudeila milli tiltekinnar stéttar manna (munið að konur eru líka menn) og opinberra aðila, sem komin er í skæruverkfall. Eins og venjulega bitnar svoleiðis verkfall á almenningi en ekki viðsemjanda stéttarinnar. Harmanna er sem sagt hefnt á blásaklausum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.
Og eins og venjulega strandar málið ekki beinlínis á einhverri tiltekinni krónutölu heldur á prósentureikningi. Jón má ekki fá sanngjarna hækkun af því þá myndi Guðmundur vilja fá sömu prósentuhækkun. Og Guðmundur og Jón reikna ekki prósentur á sömu forsendum og viðsemjendur þeirra -- þess vegna strandar allt á prósentureikningi.
Og við, almenningur sem hefur engum prósentum af að reikna, sitjum uppi með vandræðin sem hljótast af því að fólk úti í bæ er að mæðast yfir reiknikúnstum, í stað þess að stinga á kýlinu.
Leiðrétt vegna málvillu kl. 13.51.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.