Reiknidátar AGS

Einhvers staðar las ég, líklega í Haga-blaðinu, eða Móa-blaðinu, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vildi að skattar og álögur hvers konar á Íslandi yrðu hækkuð. Þar með talinn fjármagnstekjuskatturinn.

Nú veit ég ekki hvort til er einhver tölfræði um það hve ellilífeyrisþegar eiga stóran hluta  bankainnstæðnna sem bera fjármagnstekjuskatt. Hitt veit ég að bankainnstæður eru nær einasti vegur ellilífeyrisþega til þess að geyma varasjóð sinn. Hinn kosturinn væri hinn margfrægi staður „undir koddanum“. Víst er að hann dygði illa fyrir mig, sem er á eilífum flækingi með koddann mitt út um allt rúm alla nóttina, ýmist vöðlaðan, uppsnúinn eða -- tiltölulega sléttan.

Ef við gamalmennin eigum ekki obbolítinn varasjóð getum við ekkert gert okkur til gamans annað en spila rommý og ólsen og kóka hvert framan í annað. Almannatryggingarnar sem við borguðum í alla okkar starfsævi svíkja okkur alveg. Við fáum ekki einu sinni grunnlífeyrinn, ekki nema þau okkar sem hafa í alls ekkert annað hús að venda. Ef við fáum hungurlús úr lífeyrissjóði, ég tala nú ekki um „fjármagnstekjur“, fáum við ekki krónu í „grunnlífeyri“ sem aukin heldur hefur ekki einu sinni að nafninu til haldið í við kauphækkanir annarra launastétta undanfarið.

Flest okkar voru svo forsjál að eiga ofurlítinn varasjóð. Hjá mörgum okkar fékk hann þungan skell í hruninu vansællar minningar í október 2008. Samt var kannski dulítið eftir. Af því getum við fengið 6% vexti eða svo, í allra besta lagi 7% þau okkar sem eru svo heppinn að eiga svoleiðis reikning, sem verður víst ekki stofnaður lengur. Af þessum 6 prósentum er nú tekinn 18% fjármagnstekjuskattur meðan verðbólgan er -- hvað? 8%? Ég er bara ekki klár á nýjustu tölu þar um. En mér þykir einsýnt að með því má engu muna að skattmann (les: ríkissjóður) sé að ganga á höfuðstól ævisparnaðar okkar gamlingjanna. Hvað þá ef fjármagnstekjuskatturinn verður hækkaður enn!

Kannski hafa Commander Flannagan og Governor Roswadowski og reiknidátar þeirra ekki gert sér grein fyrir því hve stór hluti af fjármagnstekjuskatti lendir á gamla fólkinu. Kannski ekki Jóhanna og Steingrímur og þeirra blýantsnagarar ekki heldur. Eða kannski hafa þessir fjórmenningar einmitt gert það. Svo er að sjá sem hin fyrrnefndu fái engum andmælum hreyft við hina fyrrnefndu en gleypi allt ótuggið sem frá þeim kemur. Kannski hafa þeir kumpánar ekki gert sér grein fyrir hve hin svonefnda „félagsmála-ríkisstjórin“ fer illa með gamla fólkið sitt -- eða þeim er bara slétt sama og leggja því til meiri og argvítugri álögur á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Annaðhvort hlýtur þjóðin að flytja úr landi eða stjórnin, það er alveg kristaltært að þjóð og stjórn eiga ekki samleið

Kjartan Sigurgeirsson, 13.7.2010 kl. 03:15

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Sammála ykkur báðum tveim :)

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.7.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband