12.7.2010 | 12:54
Tilfinningalega gelt fólk
Yfirgengilegar mannvonskufréttir berast manni nú ofan af Akranesi, þar sem fólk nokkurt sem nýverið keypti sig þar inn í fjölbýlishús vill í krafti gamalla og fjandsamlegra húsreglna sem banna dýrahald í fjölbýlishúsum nema með samþykkri allra íbúa (íbúðareigenda?) vill meina daufdumbri konu um að hafa hjálparhundinn sinn.
Húsfélagið hafði áður samþykkt að veita henni leyfi fyrir hundinum.
Hvernig er það -- getur fólk sem á síðari stigum kemur inn í húsfélagið umræðulaust rift samþykkt sem búið var að gera áður en það kom þar inn?
Eða, sem væri jafnvel enn verra, er þetta fólk gjörsamlega gelt tilfinningalega?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.