Hvar endar fóturinn?

Mikið er nú gott að drengnum var bjargað og að honum verður vonandi ekki meint af ævintýrinu.

En:

Á mér og þeim sem ég þekki háttar svo til að fóturinn nær bara upp í klof. Þess vegna skil ég ekki það vaxtarlag sem gerir einhverjum kleyft að sökkva „upp fyrir mitti á öðrum fæti“. Og hvar hafði hann hinn fótinn? Var hann geymdur uppi á bakka og lenti ekki í kviksyndinu?

Ég bið ykkur, kæra mbl.is-fólk, í guðanna bænum skrifiði skiljanlegar fréttir!


mbl.is Dreng bjargað úr kviksyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert vaxtarlagið í Mósó.

Þar sem ég þekki til nær fóturinn ekki ofar en að ökkla.... 

Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 14:24

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvaðan ert þú úr sveit, Þorsteinn minn? Er t.d. hnéð ekki á fætinum á þér? Eða kálfinn? Og hvað með lærið? Þegar talað er um konur með fagra fætur (sjaldnast um karla), er þá bara átt við það sem er neðan ökla?

Sigurður Hreiðar, 7.7.2010 kl. 14:34

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er nú yfirleitt sagt að konur hafi fagra fótleggi  

Sigurður Jónsson, 7.7.2010 kl. 17:06

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég er ósammála því, Sigurður Jónsson. Nema það fylgi enskuöpun síðari tíma. Meðan mín kynslóð var upp á sitt besta höfðu konur fagra fætur, hné og læri ekki undanskilin. -- Og ef við förum út í enskuöpunina skulum við líka muna eftir því að í ensku er til "upper leg" þegar átt er við læri, sem segir okkur að fóturinn nær alla leið upp í klof. Líka hjá enskum!

Sigurður Hreiðar, 7.7.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 306120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband