Flugfargjöld eftir vigt

Líklega er réttara að segja að útvarpið gangi yfir mér frekar en að ég sé að hlusta á það. Þannig missi ég af ýmsu sem ég hef þó kannski heyrt en stundum sperrast eyrun og ég fer að hlusta.

Þannig var það áðan með Samfélagið í nærmynd, æði misgóðan þátt sem á virkum dögum er á milli 11 og 12 á morgnana. Líklega er það á fimmtudögum sem hringt er í málglaðan Íslending búsettan í Noregi -- mig minnir ég hafi heyrt að hann sé kennari þar. Guðni heitir hann.

Núna var hann að segja frá því að Norðmenn frændur vorir eru að setja reglur um það hve feitir menn megi vera á sjó. Það er búið að setja upp formúlu um það. Þyngd í öðru veldi deilt með hæð -- ef útkoman er 30 eða meira en maðurinn ekki sjófær. Eða var það hæð í öðru veldi deilt með þyngd? -- Skiptir ekki öllu máli, aðalatriðið að einhvers staðar er farið að setja skorður við því að fólk langt umfram eðlilega þyngd sitji við sama borð og þeir sem eru nær eðlilegra lagi.

Hvaða meðalmaður kannast ekki við það að hafa t.d. þurft að borga svokallaða umframvigt á farangur sinn í flugi og sér svo að maðurinn í sætinu hinum megin við ganginn í flugi er a.m.k. 120 kg ef ekki meira. Og enginn rukkaði hann um gjald fyrir umframvigt. Þetta hefur mér alltaf þótt einstaklega ranglátt.

Hvernig væri að fara að reikna út flugfargjöld eftir einhverri þyngd? Grunngjaldið væri t.a.m. miðað við sentimetra í hæð umfram einn metra, en síðan kæmi umframvigt á kílóafjöldann umfram þennan sentimetrafjölda? Minnsta mál að láta farþegann stíga upp á vigtina áður en hann setur töskuna sína á hana. Þetta myndi kannski tefja innritun eitthvað, en hún tekur nú þegar fáránlega langan tíma vegna meira og minna gagnslausrar vopnaleitar, svo þetta væri sennilega ekki nema dropi í hafið í samanburðinum. Og gaurinn hinum megin við ganginn, sem er 40 kg þyngri en ég -- tvöfaldri leyfilegri farangursþyngd -- slyppi ekki svona ranglátlega billega með umframkílóin sín -- bara af því hann er með þau innbyggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Ekki veit ég hvernig þetta myndi falla í kramið hjá landsmönnum en ég hef lent í því að vera með yfirvikt og setti þá það sem var umfram leyfilega þyngd í handfarangur. það var samkvæmt reglum í lagi.  Svona getur nú vitleysan verið dásamleg.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.7.2010 kl. 13:37

2 identicon

Sumt fólk er lágvaxið og getur látið fara ljómandi vel um sig í allt of þröngum flugsætum, jafnvel látið eftir sér að sofa í sínum eftirlætisstellingum á meða tveggja metra+  fólkið verður að troða sér í sæti sitt með hnén upp undir höku og grípur fyrsta tækifæri eftir flugtak til að standa upp úr sæti sínu sem það borgaði jafnmikið fyrir og lágvaxna fólkið.

Þetta fólk er svo á randi um flugvélina  þessa tvo til fjóra tíma (eða meira) sem flugið tekur, bara til að lifa það af.

Ranglætið leynist víða.

Ruth F. (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir innlitið, Ruth vinkona. En mér þykir myndin sem skreytir hjá þér ekki þér við hæfi. Kannski er skalinn sem ég bjó til í flýti, rétt til að koma málinu af stað, ekki alveg réttlátur, því aukakílóin geta sosum verið á langveginn líka, eins og þú bendir á. En það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað við hæfi.

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 6.7.2010 kl. 19:23

4 identicon

Þessu tengt, amk á ská; ég hef lengi furðað mig á hvers vegna flugstéttirnar eru ekki með svipaða formúlu í sínum ráðningarsamningi. Til tilfelli flugfreyja gæti formúlan verið starfsaldur + lífaldur + líkamsþyngd má mest vera x, þannig væri tryggt að um borð væri þokkalega fitt fólk á besta aldri  en svona má víst ekki segja!

Friðrik (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband