Hugtakaruglingur

Er ekki einhver hugtakaruglingur hér á ferðinni? Ég tók svo til að dómur hæstaréttar hefði fjallað um svonefnd myntkörfulán -- þ.e. lán veitt í íslenskum krónum með verðbindingi við tiltekinn erlendan gjaldeyri.

Hér talar Arion banki hins vegar um lán í erlendri mynt (kallað þar raunar „í erlendum myntum“) en þau skilst mér að dómurinn hafi ekki fjallað um. Sá sem tók t.d. 1000 evrur að láni og fékk þær 100 evrur í hendur skuldar einfaldlega áfram 1000 evrur og það nafnverð er ekkert á leiðinni með að lækka.


mbl.is Stefnir ekki efnahag bankans í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myntkarfa er hugtak, sem er notað um lán í erlendri mynt, þar sem stuðst er við meira en eina erlenda grunnmynt.

Þetta er því enginn "hugtakaruglingur" hjá þeim.  Það má frekar segja að Hæstiréttur hafi verið með hugtakarugling, þar sem bílalánin gátu tæknilega séð verið í einni mynt aðeins og þar með ekki "myntkarfa".

Mér skilst á samtali mínu við tengilið minn í Arion banka að erlend "myntkörfulán" hafi aðeins verið 2.000 til einstaklinga og 1.500 ca. til rekstraraðila, sem nú sé flesta búið að fara með í gegn um skuldaaðlögun, þar sem niðurstaða afborgunarhæfra skulda sé jafnvel undir upprunanlegum höfuðstóli.

Þeir telja því að í versta tilfelli, þ.e. ef þessi erlendu lán verða öll dæmd ólögleg og samningsvextir látnir standa, þá hafi þetta tiltölulega væg áhrif á eigið fé bankans.

Ég mun því sofa rólegur með mínar inneignir

Siggi (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 12:15

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hugtakaruglingurinn er sá, nafni minn góður, að Arion banki tala um lán „í erlendum myntum“ þar sem hann lánaði enga erlenda mynt, heldur íslenskar krónur en með verðbindingi við tiltekinn erlendan gjaldeyri, einn eða fleiri. Hann lánaði engan erlendan gjaldeyri í þessum tilvikum.

Þú fyrirgefur -- í tilvitnaðri frétt sé ég hvergi minnst á myntkörfu eða myntkörfulán.

Þess vegna stend ég við að í orðalagi bankans, skv. tilvitnaðri frétt, sé hugtakaruglingur.

Sigurður Hreiðar, 24.6.2010 kl. 12:34

3 identicon

Sæll aftur, nafni

Ekki ætlaði ég að fara að munnhöggvast um þetta við góðan mann, en staðreyndin er sú að ég er ekki eins sannfærður um að þeir hafi ekkert til síns máls.

Ég breytti nefnilega á sínum tíma íbúðaláninu mínu, sem var upp á kr. 16,4 millj. í erlent lán eftir að hafa lesið grein Vilhjálms Bjarnasonar í Mogganum haustið 2006, þar sem hann mælti með lánum í erlendum myntum og þá helst jenum.

Í sama streng höfðu fleiri sérfræðingar tekið, t.d. Ingólfur "Sparnaður"

Því fór ég til bankans míns og heimtaði þetta og var reyndar argur þegar þjónustufulltrúinn minn dró frekar úr og taldi þetta ekki góða ráðgjöf hjá fyrrgreindum sérfræðingum og gæti farið illa ef krónan veiktist mikið eða erlendir vextir hækkuðu, sem þarna, vorið 2007 voru mjög lágir.  Ég vona að þessi aðili sé búinn að fyrirgefa mér en þetta hefur sannfært mig um að hinu almenna starfsfólki bankanna er stundum eignað meira en það á skilið.

Hins vegar hef ég undanfarna daga skoðað vel þau skjöl, sem bankinn lét mig undirrita og það er, fyrir utan skuldabréfið, þar sem stendur skýrt að verið sé að lána erlent íbúðalán í 40% JPY / 40% CHF og 20% EUR, sem séu þennan dag jafnvirði ISK 16,4 millj.

Þá hef ég líka undirritað skjal um að ég geri mér grein fyrir þeirri gengisáhættu, sem í lántökunni felist og auk þess annað slíkt, þar sem ég merki við í hvaða myntum ég vilji fá lánið greitt.  Auðvitað merkti ég við "Íslenskar krónur"  enda ætlaði ég að greiða upp íbúðalán og ekki tekur Íbúðalánasjóður við jenum, evrum eða frönkum.

Ég hef borið þetta saman við bílasamning, sem ég er með hjá Lýsingu og öll umgjörð þar er með öðrum hætti.   Ég bíð samt jafn spenntur og aðrir landsmenn eftir niðurstöðu þessara íbúðalána, sem ég er svo reyndar aftur búinn að breyta í íslenskt, óverðtryggt lán á 6% vöxtum og fór við það úr 36 millj. niður í 27 millj.

Mér sýnist að ef ég hefði haldið áfram með verðtryggða lánið mitt íslenska hjá ÍLS þá hefði staða þess í dag verið rúmar 22 millj.   Ef ég tapa ekki meiru en 5 millj. í þessu ástandi þá liggur við að ég geti sætt mig við það auk þess, sem nýja lánið mitt er óverðtryggt næstu þrjú árin og þar dregur sennilega eitthvað enn saman með verðtryggðu lánunum.   Það liggur því við að mér finnist ósanngjarnt gagnvart verðtryggðu lántakendunum ef ég á að fá allt spólað til bara á byrjunarreit og samningsvextina að auki.   Fínt fyrir mig... en varla sanngjarnt gagnvart öðrum.  (en ég vona samt, merkilegt nokk)

Þess má svo reyndar geta þess að ég á mjög erfitt með að horfa á Vilhjálm Bjarnason í dag, talandi eins píslarvottur og allt sé öðrum að kenna og allir séu vondir við hann enda á hann sennilega í fleiri málaferlum en flestir íslendingar í dag.  Ég á enn þessa Moggagrein hans og fróðlegt væri að sjá hver dómsniðurstaða yrði ef einhverjir færu í mál við hann vegna rangrar ráðgjafar :)

Siggi (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 14:28

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fróðleg þessi athugasemd, nafni, og greinileg. Vildi að fleiri væru svo. Fróðlegt hefði líka verið að fá orðalagið á bílaláninu til samanburðar. Sjálfur lenti ég ekki í þessum ógöngum en það gerði fólk mér viðkomandi og þar er orðalagið ekki eins og hjá þér, að lánið sé í tilteknum gjaldeyri, heldur í íslenskum krónum að jafnvirði tiltekins gjaldeyris miðað við gengi á lántökudegi.

Sigurður Hreiðar, 24.6.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband