22.6.2010 | 10:39
Hvernig, Mörður?
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni í dag að eðlilegt sé að verðtrygging verði sett á gengistryggðu lánin.
Þeir sem þau tóku hagnast verulega (vonandi) miðað við að bera gengisfallið, en geta ekki vænst þess að lánin nánast falli niður eða með öðrum orðum að að aðrir Íslendingar borgi þau, með auknum sköttum eða minni velferðarþjónustu eða skertum lífeyri.
Ég sem hef um alllangt skeið talið Mörð með skírari mönnum og með lógískari hugsun. Nú sýnist mér hann snúa byssunni öfugt.
Maður tók 10 milljón króna húsnæðislán á uppgangstíma og þáði að bestu (banka)manna ráði að binda það við svissneskan franka og japanskt jen. Svo varð efnahagshrun og vegna þessarar bindingar fór höfuðstóllinn á pappírum úr 10 milljónum í 20 milljónir. Bankinn lét ekkert meira í té heldur voru þetta bara tölur á pappír.
Svo fellur dómur þess efnis að þessi binding upphæðar höfuðstóls á pappír hafi verið -- og sé -- ólögleg. Samkvæmt því fellur höfuðstóllinn aftur niður í þá upphæð sem samið var um í upphafi. Eina breytingin er breyttar tölur á pappír, breyttar aftur til hins upprunalega forms.
Og hver á þá að borga hinn pappírslega mismun, Mörður? Mismun sem var í rauninni aldrei til nema sem tala á blaði. Hvernig kemur hann inn í velferðarþjónustu eða lífeyri?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg makalaust að verða vitni að því,hvernig heimskan veður uppi hjá þessum bjánum.Á maður að trúa því að þessi umræddi maður hafi verið alþingismaður?Hver kaus svona fábjána á þing?Eða hvað getur manninum gengið til að láta svona kjaftæði útúr sér?Það er búið að kippa fótunum undan fólki sem tók þessi lán,en er leiðrétt seint og um síðir,á þá að berja það í hausinn með skóflu í staðinn? Heimskir og illgjarnir skræðu njólar!
Þórarinn Baldursson, 22.6.2010 kl. 20:10
Mér þykir miður hve stór og ljót orð þú notar hér, Þórarinn. „fábjána“. „Heimskir og illgjarnir skræðu njólar“. Ég kynntist Merði lítillega um tíma og veit að hann er ljóngáfaður og hvorki fábjáni né heimskur. Ef hann er orðinn illgjarn er það síðari tíma viðbót. En sú yfirlýsing hans sem ég vitnaði til í þessu bloggi lýsir einhverju hugarfari og viðhorfi sem ég get engan veginn skýrt nema kannski með orðinu samfylkingarlegt -- sem í raun þýðir undarlegt, grunnhyggið og sjálfumglatt.
En orðið „skræðunjóli“ þykir mér fyndið og skemmtilegt og síður en svo skammaryrði. Sjálfur er ég örugglega skræðunjóli!
Sigurður Hreiðar, 23.6.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.