G. Narr

Smám saman er maður að jafna sig eftir sveitastjórnakosningarnar og það sem þeim fylgdi. Skringilegt þó ýmislegt væri. Dagur Bergþóruson Eggertsson bísperrtur í beinni þegar sýnt var að flokkur hans í Reykjavík væri að tapa og sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda kosninganna. Sá ekki að nú stefndi í bakslag. Og þegar á hæla honum kom Hanna Birna Kristjánsdóttir í sjöunda himni yfir einhverjum úreltum prósentutölum þegar hennar lið stóð sýnilega í bullandi tapi.

Á hvaða plani hugsar þetta fólk? Lifir það á annarri plánetu?

Í einhverri fjölmiðlapælingu á bak kosningunum heyrði ég þá ágiskun að fólk í Reykjavík hefði verið að kjósa móti vinavæðingu. Hmm, hugsaði ég. Hvernig er listi Besta flokksins skipaður? Er hann ekki skipaður vinum Jóns Gnarrs eingöngu? -- Er nokkur rækilegri vinavæðing til?

Svo er kannski vinavæðing kannski ekki það versta né vitlausasta sem til er. Altént myndi ég fyrst leita í vinahópi mínum ef ég væri á hnotskógi eftir samstarfsmönnum. Samt myndi ég ekki láta vináttuna eina ráða heldur huga að því hver væri best til þeirra verka fallinn sem ég hefði handa honum. Og þá skiptir engu hvors kyns vinurinn er heldur réði hæfni hans, kunnátta og færni, að mínu mati. Kynjakvóti per se þykir mér arfavitlaus hugsuns.

En einhvern tíma þarna á kosninganóttina rann það upp fyrir mér að nafn sigurvegarans er líklega rangt skrifað. Það er að segja síðara nafnið. Það á vafalaust að vera G. Narr. Þá verður þetta allt skiljanlegra, altént ef maður hugleiðir merkingu orðsins „narr“ -- til dæmis á dönsku -- reyndar skrifað þar með einu r-i.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Hvað ætli margir hafi lesið stefnu Besta flokksins? Þar stendur þetta meðal annars:

Besti Flokkurinn er frjálslyndur og heiðarlegur lýðræðisflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttisgrundvelli, með víðsýni að leiðarljósi.

Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Við viljum opna Kvennastofu þar sem konur geta komið og fengið sér allskonar kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil. Og svo mega þær tala eins og þær vilja og það verður allt tekið upp og geymt. Við ætlum að skipuleggja óvissuferðir fyrir gamalmenni. Í rauninni erum við samt ekki með neina stefnu en við þykjumst vera með hana. Við hlustum á þjóðina og gerum eins og hún vill því þjóðin veit best hvað er sér fyrir bestu. Við getum boðið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það. Við gætum haft þetta hvað sem er, til dæmis ókeypis flug fyrir konur eða ókeypis bílar fyrir fólk sem býr útá landi. Það skiptir ekki máli.

Besti Flokkurinn er besti vettvangurinn undir lýðræðislega umræðu, Besti flokkurinn er bestur fyrir þig!

Ég stofnaði Besta flokkinn af því að mig langar að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem ég get hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt. Mig langar líka að vera með aðstoðarmann.

Getur þú tekið undir eitthvað af þessu?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 20:32

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka fyrir þetta, BenAx.

Finnst þér mega lesa af ofanskráðu að ég geti tekið undir eitthvað af þessu? Þú veist hve ég er alvörugefinn og með ríka ábyrgðartilfinningu.

Annars var fróðlegt að sjá þetta. Var þessu dreift til Reykvíkinga í aðdraganda kosninganna?

Sigurður Hreiðar, 1.6.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þetta má lesa og fleira góðgæti á heimasíðu flokksins og má því segja að þessu hafi verið dreift til alls heimsins. Ef þú ert með tölvu geturðu farið inn á bestiflokkurinn.is og lesið þér til um stefnumálin. Verði þér að góðu og bestu kveðjur.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ætli ég sé nokkuð með tölvu?

Þar fyrir utan: Enn sem komið er hef ég ekki nógu mikinn áhuga á narristum. Það sem vekur áhuga minn er hvernig hægt er að narra fjölda fólks til að kjósa svona augljóst narr -- og fela þar með gjörsamlega kunnáttu- og reynslulausu fólki helstu málefni sín til næstu fjögurra ára.

Sigurður Hreiðar, 2.6.2010 kl. 09:17

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Datt þetta í hug í sambandi við Nar:

Wer nicht liebt Weib, Wein und Gesang
er bleibt Nar sein Leben lang.

Sagt er að sjálfur Marteinn Lúther hafi sett þetta saman. Þetta er víst þýska og um það bil það eins sem ég kann í því tungumáli. Þetta hefur verið þýtt þannig á íslensku:

Sá sem ekki elskar vín
óð né fagra svanna
verður alla ævi sín
andstyggð góðra manna.

Sæmundur Bjarnason, 4.6.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband