Að hefna í héraði

Undarlegt fólk, Reykvíkingar, þessir nærsveitarmenn mínir, ef þeir ætla virkilega að kjósa Georg Bjarnfreðarson fyrir næsta borgarstjóra.

Það er ekki víst að höggið lendi á þeim sem það væri þá ætlað, heldur gæti það lent á kjósendunum sjálfum.

Það er dálítið snöggsoðin hugsun að rugla saman landsmálapólitík og sveitarstjórnarpólitík.

Mér datt í hug sem athugasemd við bloggi hjá öðrum gömul vísa Páls lögmanns Vídalín (uppi á 18. öld) og bæti henni við hér líka:

Kúgaðu fé af kotungi, / svo kveini undan þér almúgi; / þú hefnir þess í héraði, / sem hallaðist á alþingi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Er hann eitthvað verri kostur en annar??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 10:35

2 identicon

ja hérna, ótrúlegir fordómar ! Þú væntanlega áttar þig á því að Besti flokkurinn er með FÓLK á listanum sem hugsar og hrærist á börn og buru, strögglar og ærist, allveg eins og allar mannlegar verur, EN þó eru flestir á listanum þekktir fyrir að standa í áralangri baráttu við framgang sinna hugðarefna, og margur kosinn fulltúinn hefur stært sig af þeirra verkum, en eitt er morgun ljóst og það er að þau eru ekki uppaldir flokkahvolpar, og hljóta því að vera líklegri til að taka minna mið af Flokks-eigenda-hagsmunum sem virkilega hefur kastað mikilli rýrð á stjórnunnina undanfarna áratugi ! og þess fyrir utan tel ég að td Besti sé með ca 20-30% hærri greindarvísitölu en td XD, og allavegna ca 70% sterkari siðferðisvitund

 svo ég segi KJÓSUM BESTA, og setjum styttu af Ingibjörgu að elta Davíð með uppreytt kökukefli í Tjarnarhólmann til áminningar um hinu siðspilltu öld Fjórflokksins !

 ps. Bjarfreðarson og Sylvía Nótt geta verið kóngur og drottning Reykjavíkur á tillidögum, þau eru bæði með tryggt sæti :-)

Gretar Eir (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 11:39

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það er nú þetta með fordómana. Það er auðvelt að sveifla þeim sem refsivendi, ef einhver er annarrar skoðunar en maður sjálfur. Það sem ég átti við og hélt að fordómalaust fólk gæti skilið, er að mér þykir skrýtið að refsa fyrir það í sveitarstjórnarmálum sem misfarist kann að hafa í landsmálum. Það heitir að hengja bakara fyrir smið. Það er líka til þýskt spakmæli sem gæti átt við þetta málefni en ég reyni ekki að þýða: Man muss Erfahrung haben.

Sigurður Hreiðar, 23.5.2010 kl. 12:22

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er nú ekki eins og að það hafi ekki gengið neitt á í sveitastjórnarmálum ekki síður en í landsmálunum. Einhverjir ótrúlegustu gjörningar sem að maður hefur orðið vitni að var þegar ALLT var gert til að ná völdum í borginni og "ekkert til sparað" og því miður hefur það því miður verið þannig nokkuð lengi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.5.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband