Volkswagen trúir á framtíð rafbíla

Eftir að af lagðist að fréttamiðlar íslenskir segðu okkur fréttir úr bílheimum (nema Mogginn lítilsháttar stundum) má heita að við búum í algjörri fávísi um hvað þar er að gerast. Þó gerast þar hver stórtíðindin á fætur öðrum, eins og að Kínverjar hafa keypt Volvo eftir að Indverjar keyptu Land Rover. Hinir síðarnefndu hafa nú afturkallað ákvörðun sína um að loka annarri verksmiðju Land Rover í Bretlandi heldur þykjast sjá teikn á lofti um að hægt sé að halda áfram þar að raða saman bílum, amk. fyrst um sinn.

Ég man ekki eftir að hafa séð fréttir um að Volkswagen hefur nú ákveðið að verða leiðandi í framleiðslu rafbíla í Evrópu og Golf verði fyrsti bíllinn þeirra sem framleiddur verður sem rafbíll. Rafmagns-Golf á að koma í sölu árið 2013. Takmarkið er að VW verði kominn með 3% af heimsmarkaði á sviði rafbíla árið 2018, er haft eftir Martin Winterkorn forstjóra VW, sem jafnframt boðaði að á næsta ári yrðu smíðaðir og settir í umferð 500 raf-Golf tilraunabílar.

golf_10.jpg

Á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í síðasta mánuði sýndi VW tvinnbíls útfærslu af Tuareg og boðaði jafnframt tvinnbílaútfærslur Jetta í ágúst 2012 og ári seinna af Passat og Golf, fyrir utan al-raf útfærslu af Golfinum.

 

 Nýr Golf. Á árinu sem leið seldust 164.500 slíkir gripir.

 

 

milano_taxi.jpg

 

Volkswagen Milano-Taxi. Sæti fyrir tvo aftur í og töskurnar hafðar frammi í.

 

 

Þar að auki er VW með nýja útfærslu af rafknúnum leigubíl í pípunum sem einnig á að koma á markað 2013. Sá heitir Milano-Taxi og er eftir myndum að dæma einna líkastur Fiat Multipla. Þetta er skiljanlega (miðað við tiltölulega lítið drægi pr. rafhleðslu, í tilfelli Milano-Taxi 300 km) hugsað sem borgaleigubíll og á að mér skilst að taka tvo farþega, báða aftur í, því við hlið ökumanns frammi í á að vera töskurými því skott verður ekkert á gripnum.

Leiðréttar sláttuvillur kl. 18.50


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krumminn

Sæll Sigurður, um leið og ég óska þér gleðilegs sumars þá vil ég þakka þessi skemmtilegu skrif um rafbíla sem ég hafði ekki heyrt af.

Vona að þú gerir meira af þessu framvegis.

Með kveðju frá Húsavík,

Björn Sig.

krumminn, 24.4.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband