12.4.2010 | 13:18
Hvernig er eignarfallið af birting?
Ekki kemur fram hjá Birni Inga til hvaða nota hann eða hann og kona hans hafi fengið hátt lán í banka. Bara til hvers það hafi ekki verið notað. Enda er það kannski aukaatriði í mínum huga og eins og ég hef heyrt þetta hingað til -- hafandi ekki lesið metsöluskýrsluna -- hljómar þetta ekki eins og sakbending heldur að hann sé aðeins nefndur af því að hann er fjölmiðlamaður. Þess háttar fólk á náttúrlega ekki að fá lán, allra síst í banka.
Annað hnaut ég um og það er orðalagið hefur látið af störfum tímabundið í kjölfar birtingu skýrslu rannsóknarnefndar. Vita fjölmiðlungar á mbl.is ekki hvernig eignarfallið af orðinu birting er?
![]() |
Björn Ingi hættir tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.