9.4.2010 | 11:13
Síðasti gyðingurinn
Þessa mynd og þennan texta fékk ég senda áðan í stærri skrá með fleiri myndum frá árum heimstyrjaldarinnar síðari. Að breyttu breytanda þykir mér sláandi líkindi með henni og því sem við erum nú að sjá í kvikmyndarstúf sem RÚV þykir ástæða til að halda mjög að okkur austan frá Írak og jafnframt halda því að okkur að við séum hlutdeildarmenn í því stríði sem þar var og er háð að undirlagi Bush fyrrum forseta og hans legáta.
Ég ætla ekki að þýða enska textann. Ég held hann sé flestum auðskilinn.
-- Lagfært vegna málvillu kl. 15.45.
This picture was taken on
September 16, 1941 at
Vinnitza, Ukraine and was found in the
personal file of a German Einsatzgruppen
soldier. On the back of the picture he had
noted, This is the last Jew of Vinnitza.
28,000 Jews from the city and surrounding
area were shot on that day by the
Einsatzkommando (a sub-group of the five
Einsatzgruppen mobile killing squads
responsible for systematically killing Jews
and Soviet political activists).
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"sem RÚV þykir ástæða til að halda mjög að okkur austan frá Írak og jafnframt halda því að okkur að við séum hlutdeildarmenn í því stríði sem þar var og er háð að undirlagi Bush fyrrum forseta og hans legáta."
Ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að fara. Geturðu útskýrt það vinsamlegast??
Sigurbjörn Sveinsson, 9.4.2010 kl. 22:54
Ég hitti mann á förnum vegi á dögunum sem sagði eitthvað á þá leið að það væri list að fá fólk til að hugsa sjálft. Kannski hef ég hér búið til listaverk.
Sigurður Hreiðar, 10.4.2010 kl. 09:57
Sigurður
Þetta er afar sorgleg færsla hjá þér, ósmekkleg, ógeðfellt, vanhugsuð en sýnir vonandi ekki þinn innri mann. Gott að Ísland er ekki komið í ESB, þá væri líklega hægt að kæra þig fyrir það sem kallast Holocaust Relativsim.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.4.2010 kl. 12:04
Þetta er í fyrsta sinn sem VÖV sendir mér athugasemd, ef ég man rétt. Og þá er svo raunalega komið fyrir mér að ég skil hann ekki.
Sigurður Hreiðar, 10.4.2010 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.