Langafabróðir barnanna minna

Vesturfarasögur hafa löngum heillað mig og ekki dofnaði áhuginn við að heimsækja hluta af þeirra slóðum í Manitoba og North Dakota í fyrra. Ég sat því eins og límdur yfir þætti Elínar Hirst í gærkvöld og þótti fróðlegt – hefði þó viljað vita eitthvað meira um hvað dreif á daga Guðnýjar Jóhönnu og hennar manns eftir að þau sneru aftur heim til Íslands.

En nafn forföðurins sem utan fór, Péturs Sigfússonar, hnippti við mér. Fyrir nokkrum áratugum heillaðist ég af ættfræðigrúski (sem hefur nú nokkuð rjátlast af mér) en þessi nafnasamsetning þótti mér forvitnileg. Svo ég fór inn á Íslendingabók á nafni konu minnar og viti menn: Pétur þessi vesturfari og Gunnlaugur Árni Björn, afi konu minnar, voru bræður.

Báðir voru þeir synir Sigfúsar Péturssonar frá Hákonarstöðum og Helgu Sigmundsdóttur konu hans.  Sigfús og Helga eignuðustu þrjú börn auk þeirra auk þess sem Sigfús átti tvö börn fyrir. Ekki verður séð af Íslendingabók að fleiri systkin en þeir Pétur og Björn hafi aukið kyn sitt.

En -- Pétur vesturfari var sem sagt langafabróðir barnanna minna.

María tengdamóðir mín, dóttir Gunnlaugs Árna Bjarnar Sigfússonar, ólst upp hjá vandalausum og þekkti lítt framættir sínar. Ég hafði samt einhvern veginn á tilfinningunni að faðir hennar hefði verið einbirni, en það er sem sagt ekki rétt. Sjálf fæddist María ekki fyrr en 1900 og þá voru öll systkini Bjarnar ýmist látin eða -- í dæmi Péturs -- horfin til Vesturheims. Það, ásamt því að hún ólst upp hjá vandalausum er eðlileg skýring á hugmyndinni um Björn sem einbirni.

En af Birni er verulegur ættbogi kominn. Sem segir manni að það rættist líka úr fyrir þeim sem eftir urðu á Íslandi, þó Björn kæmist aldrei upp úr vinnumennskunni sjálfur. Hann eignaðist átta dætur með konu sinni Guðnýju Þorsteinsdóttur, þó aldrei rækju þau bú saman, og níundu dótturina átti hann fyrir sem fluttist vestur um haf með móður sinni og jók þar kyn sinn. Af hinum sjö eignuðust þrjár fjölskyldur og af þeim er kominn talsverður fjöldi fólks.

Og hvers vegna er ég svo að blaðra um þetta? Vegna þess að mér þykir ekki síður vert að minnast þeirra sem þraukuðu en hinna sem fóru vestur. Og ber þó fulla virðingu fyrir þeim. Þess utan þykir mér gaman að hafa séð þarna víkka mjög svo frændgarð barnanna minna gengum langafabróðurinn sem við vissum ekki um en leitaði gæfunnar í annarri heimsálfu og virðist ekki hafa farið erindsleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður þáttur hjá Elínu. Sjálfur er ég orðinn forfallinn vesturfaraáhugamaður, á þó enga ættingja þar en konan mín á stóran frændflokk vestra. Það er reyndar með ólíkindum að á Íslandi skuli enn finnast fólk sem ekki á ættingja í vesturheimi í ljósi þessa að talið er að allt að fjórðungur Íslendinga hafi flutt vestur á árunum frá 1870 til 1914.

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband