8.2.2010 | 11:55
Símagraðasti hópurinn vann
Fyrr á árum kynntist ég Færeyingi sem hét Jógvan. Þannig var nafnið hans skrifað. Fljótlega sagði hann mér með sinni prúðmennsku og hógværð að réttur færeyskur framburður væri samt Jeggvan.
Þetta hefur rifjast upp fyrir mér núna undanfarið í sambandi við undankeppni Evrósýnar þar sem piltur einn færeyskrar ættar, nú orðinn sveitungi minn, hefur tekið þátt sem íslenskur væri og gert það með sóma. Nafnið hans er líka skrifað Jógvan og var ævinlega í útvarpi og sjónvarpi borið fram sem slíkt -- En ætli hann heiti ekki í rauninni Jeggvan?
Ég horfði á fyrsta þáttinn sem sendur var út. En fannst japlið og aula-léttleikinn (ekki einu sinni hægt að kalla það aula-fyndni) í kringum það svo uppgerðar- og tilgerðarlegur að ég nennti ekki að horfa/hlusta fyrr en svo á lokakvöldið.
Þá var ég enn sömu skoðunar um lögin og flutningin og ég var eftir fyrsta kvöldið. Lagið sem Íris Hólm flutti var besta melódían (að mínum dómi) og flutningur hennar fínn. Fékk sem sagt mitt atkvæði í fyrsta sæti. (Í góðum hópi daginn eftir voru samt nokkrir á því að það hefði verið full sykrað -- en kannski finnst mér bara sykurinn góður. Önnur lög sem mér þótti koma til greina voru, númeruð að mínum smekk: í öðru sæti lag Jeggvans, í þriðja sæti lag Heru Bjarkar.
Ég velti svolítið vöngum yfir Hvanndalsbræðrum -- kannski hefði verið dálítið gaman að senda svoleiðis lummu í aðalkeppnina!
En svo fór sem fór. Í svona símakosningu er hættan alltaf sú að sá hópur sem er símagraðastur komi sínum kosti á toppinn. Altént má hugga sig við að það er ekkert skrípi á borð við Sylvíu Nótt sem við ætlum að senda í aðalkeppnina í maí.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mögnuð söngkona Hera Björk en lagið hennar gamaldags eurovision standard. Íris Hólm var með besta lagið, fannst mér. Íris galt kannski fyrir að vera minna þekkt en aðrir keppendur.
Hörður Halldórsson, 8.2.2010 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.