Sérkennilegur heimilisiðnaður

Auðvitað er alltaf sorglegt þegar menn fara sér að voða, og enn sorglegra ef það gerist fyrir einhverja vanhugsun.

En ég losna ekki við þær spurningar í huga mér, sem mótuðust við að hlusta á morgunfréttirnar í morgun: Maður slasast alvarlega við að búa til rörasprengju. 

Hvað er rörasprengja? Til hvers eru þær notaðar? Eru notuð rör við þennan sérkennilega heimilisiðnað? Þau hljóta að vera fleiri en eitt ef marka má fleirtöluna í heitinu rörAsprengja. Annars væri þetta bara rörsprengja.

Mér finnst vanta einhverja nánari skýringu á hvers konar búnaður þetta er og hvernig stóð á því að verið var að framleiða hann í heimahúsi, að því er virðast má af fréttum. Hvers konar iðnaðarmenn nota svona skotfæri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rörsprengja eða rörasprengja er púðurfyllt stálrör sem notuð eru til að sprengja upp ýmislegt lauslegt, t.d. öskutunnur - eða bara búa til hellings hávaða. Sprengjurnar geta verið búnar til úr einu eða fleir rörum þessvegna.

Borat (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 17:54

2 identicon

Tekið var fram í fréttum að maðurinn væri á þrítugsaldri. Hér er því ekki um unglingsóvita að ræða. Það verður víst aldrei skortur á fáráðlingum.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sú kennslubók sem notuð var til að kenna eðlisfræði og efnafræði íslenskum skólakrökkum á sínum tíma eftir Pálma Jósefsson að forlagi Ríkisútgáfu námsbóka, var líklega ein sú dýrasta fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi. Þar var uppskrift af sprengipúðri sem varð mörgum strákum mikið hugðarefni. Á árunum kringum 1960 voru fjöldi slysa vegna svona tilbúnings rörasprengja rakin til vitneskju sem þar mátti lesa. Tilgangurinn að koma sprengipúðri fyrir í járnbút eða röri en ekki pappa, var til þess að gera sprengjuna öflugri og hvellinn hærri að heyra mætti víðar. 

Þessi slys voru því miður mjög algeng og bera margir núlifandi samborgarar okkar enn merki eftir svona fikt.

Og enn freistast einhverjir að fikta við þetta með skelfilegum afleiðingum.

Það er óhugnanlegt að vita til þess að sumum finnst gaman að leika sér að eldinum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband