18.1.2010 | 15:05
Gróðursetning í dánarbeðið
Enn eitt snilldar málblómið á mbl.is. Einu sinni voru svona málblóm Mogga kölluð fjólur og útnefndur sérstakur Fjólupabbi. Ætli Óskar verði ekki að taka hlutverkið að sér.
Ég hef heyrt talað um blómabeð og gulrótabeð og ýmis fleiri svoleiðis beð. En dánarbeð -- er það í alvöru sömu sortar?
Mín vegna mættu fjólur af þessu tagi vera gróðursettar í dánarbeð. Ég myndi ekki einu sinni mótmæla því af dánarbeðinum.
-- Eftir að ég setti inn þetta blogg hefur einhver Fjólupabbinn tekið sig til og leiðrétt ósköpin sem blogg mitt beindist að, svo nú er það ónýtt. En upprunalega stóð þarna Óskaði eftir skilnaði á dánarbeðinu sem var náttúrlega afskaplega léleg íslenska.
En batnandi fólki er best að lifa og því lifi ég rólegur við það að blogg mitt var gert óskiljanlegt með þessari leiðréttingu -- sem var fyllilega tímabær.
Óskaði eftir skilnaði á dánarbeðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur kannski verið það síðasta sem blessaður maðurinn hefur ákveðið að gera áður en hann drepst. Einu sinni sagði Svavar Gests skemmtikraftur brandara. Einn brandarinn gekk út á að maður fór í læknisrannsókn. „Og hvað ætlar þú að gera áður en þú geispar golunni?“ átti læknirinn að hafa spurt sjúklinginn eftir að hafa greint honum frá hinum döpru niðurstöðum. „Að ganga í Kommúnistaflokkinn“ svaraði sjúklingurinn. „Að ganga í Kommúnistaflokkinn?“ spurði læknirinn. „Já þá verður einum kommúnistanum færri þegar eg drepst!" svaraði maðurinn. Margir Sjálfstæðismenn hlóu sig máttlausa af þessu og kannski enn. Ætli margir gangi ekki núna í Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn ef hann fengi svo daprar fréttir. Þá væri alla vega einum einfeldningum færra þegar hann drepst.
En með fjólurnar og Fjólupabba voru orktar revíuvísur sem Alfreð Clausen minnir mig hafi sungið nánast daglega í Útvarpinu fyrir 50-60 árum. Fjólupabbi var Valýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hafði valbrá í andliti rétt eins og Michael Gorbatsjow. Valtýr var búfræðikandidat að mennt og var mjög hlynntur skógrækt á Íslandi, mjög fjölhæfur og víðsýnn maður en var ekki allra. Hann varð ungur ritstjóri, fyrst búnaðarblaðsins Freys en síðar Morgunblaðsins í um 40 ár. Hér eru þessar kostulegu vísur. Ekki fer neinum sögum um hvort einhver eftirmæli hafi orðið af þeim.
Mosi
TÓTA LITLA TINDILFÆTT
Hún var hýr og rjóð,
hafði lagleg hljóð
sveif með söng um bæinn
sumarlangan daginn.
Hún var hér og þar
á hoppi allstaðar,
en saumaskap og lestri sinnti hún ekki par.
Tóta litla tindilfætt
tók þann arf úr föðurætt
að vilja lífsins njóta,
veslings litla Tóta.
Ýmsum gaf hún undir fót,
umvandanir dugðu ei hót.
,,Aðrar eru ekki betri ef að er gætt,"
svarði hún Tóta litla tindilfætt.
Mamma Tótu var
mesta ógnarskar
með andlitið allt í hrukkum
og hún gekk á krukkum.
Eitt sinn upp hún stóð,
æpti dóttir góð
sæktu mér að lesa sögur eða ljóð"
Tóta litla tölti af stað
til að kaupa Morgunblað.
"Seint ert þú á labbi"
Sagði Fjólupabbi.
"Ekkert varðar þig um það,
ég þarf að fá eitt Morgunblað.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt"
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.
Lag: Danskt lag
Texti: Páll Skúlason
Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2010 kl. 20:31
Þakka þér fyrir þetta, Guðjón. Ég átti um árið Spegilinn með Tótuvísum Páls Skúlasonar og þetta var oft sungið í skemmtiferðum hér áður fyrr. En gaman að rifja þetta upp. -- Spurningin núna er hvort Fjólupabbarnir eru ekki fjórir: útgefandinn, ritstjórar tveir og ritstjóri mbl.is.
Sigurður Hreiðar, 18.1.2010 kl. 20:58
Dánarbeð er gamalt orð. Hins vegar þá er málfræðin í fyrirsögninni röng. Dánarbeð er hvorugkyn en ekki karlkyn og því hefði fyrirsögnin átt að vera "Óskaði eftir skilnaði á dánarbeðinu."
Jóhannes (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 16:50
Skv. ordabok.is er "dánarbeður" kk orð.
Freyr Bergsteinsson, 19.1.2010 kl. 18:12
Ertu viss um það, Jóhannes, að dánarbeð sé gamalt orð? -- Ég er sama sinnis og Freyr, að dánarbeður sé orðið og það sé aðeins til í karlkyni.
Sigurður Hreiðar, 20.1.2010 kl. 10:24
Dánarbeður er það sem mér var kennt og það er karlkynsorð.
Ragnheiður , 20.1.2010 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.