Athyglisvert númerakerfi

Jamm, skringilegt getur komið út úr þessu. Áðan ókum við á eftir TT 200. Þegar við drógum hann uppi kom í ljós að þetta var TT Z00. Kannski ég fái mér einkanúmerið IZOOO. Það gæti valdið heilabrotum í fjarska. Mig minnir við færum líka á eftir OV 045 -- eða var það OV O45? -- Mín spá er sú að margt skondið og vonandi skemmtilegt eigi eftir að koma út úr þessu nýja númerakerfi.

Fyrst og fremst skil ég ekki hvers vegna haldið var uppröðuninni XX XXX, með einn bókstaf fremst í seinni klasanum. Hvers vegna ekki XXX XX, með alla bókstafina framan við bil? Einhvern veginn finnst mér það myndi vera gleggra, ef skráningarnúmer á að vera auðkenni handa öðrum í umferðinni að átta sig á.

Hvað fá menn td. út úr númerinu DO D06?


mbl.is Blátt bann við dónalegum bílnúmerum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt þetta með uppröðunina, sem þú nefnir, þykir mér stórundarlegt.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 14:50

2 identicon

SEX069 er líka ágætis númer ha ?

conwoy (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gæti verið SE X06, eða önnur fimm stafa uppröðun úr talnarunu huldumannsins hér að ofan. Nema hann ætli að fá sér einkanúmer og þá getur þetta alveg gengið. Og kannski er GAY 17 enn á lausu…

Sigurður Hreiðar, 15.12.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: gudni.is

Þú gætir kannski náð SHH 00, SHH 66 eða eitthvað álíka Sigurður..?

Minn fyrsta bíl sem ég keypti mér (til að aka með bílprófi), keypti ég sumarið 1994 þá 16 ára gamall. Hann bar skráningarnúmerið GÞ 686 (GÞ eru mínir upphafsstafir). Þetta var Toyota Celica Supra 2,8 árg. 1983 og það hjálpaði eflaust til við að fastnegla kaupin að bíllinn var merktur mér.

gudni.is, 15.12.2007 kl. 18:34

5 Smámynd: Einar Steinsson

Þar sem ég bý (Austurríki) er allt öðru vísi kerfi heldur en á Íslandi. Í fyrsta lagi eru það tryggingarfélögin sem skaffa númerin og í öðru lagi eru þau svæðabundin eins og gamla kerfið var á íslandi.

Númerin eru byggð þannig upp að fyrst kemur staðsetning (einn bókstafur fyrir sæðstu borgirnar og tveir bókstafir fyrir minni svæði), síðan koma 1-3 tölustafir og að lokum tveir bókstafir. Einkanúmer eru leyfð en einungis 5 stafir þar af einn tölustafur. Ég held að kerfið í Þýskalandi sé mjög svipað.

Það sem er athyglisverðast er að það er leyft að vera með sama númerið á fleiri en einum bíl. þú færð bara eitt sett af plötum og verður þar með að færa á milli og getur þar með ekki notað nema einn í einu. Og reglan er sú að þú borgar af þeim bíl sem ber hæðst gjöld (gildir bæði um skatta og tryggingar).

Einar Steinsson, 16.12.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 305922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband