Rósemi, ást og sátt við stað og stund

Kannski er hinn eini raunverulegi tilgangur með því að raða á sig bloggvinum sá að hafa þá ekki fleiri en svo að hægt sé að fylgjast með þeim og því sem úr andlegum penna þeirra rennur (því sem þeir pikka inn á tölvuna, sem er miklu óskáldlegra orðafar). Þetta datt mér í hug í morgun þegar ég renndi yfir línuna og sá ma. hvað bloggvinkona mín Kvaran hafði sett inn hjá sér, línur úr Svantes lykklige dag, því yndislega kvæði sem angar af rósemi, ást og sátt við stað og stund.

Þá rifjaðist upp fyrir mér að einhvers staðar þar sem ég var í kór á árunum áttum við að syngja íslenska þýðingu á kvæði þessu, sem mér þótti fjarri því að ná upprunalegum anda þess. Og af því ég get yfirleitt allt sjálfur betur en aðrir settist ég við og þýddi ljóðið upp á nýtt með réttum anda, að mér fannst. Ekki fékk það samt náð fyrir augum kórstjórans sem böðlaðist áfram með bullið sem hann byrjaði með og ekki orð um það meir.

En núna í morgun, þegar Kvaran hafði litið út um gluggann hjá sér og séð að fuglarnir fljúga í flokk, finnist þeir margir nokk, sá hún ástæðu til að setja kvæði Svantes inn. Sem varð mér ástæða til að bísa því frá henni og gera það líka -- en láta fyrst fara mína eigin þýðingu þó hún sé nokkuð komin til ára sinna, eins og ég sjálfur. Og eins og á þýðingunni sést taka skáldþýðendur sér skáldaleyfi nokkurt rétt eins og skáldin sjálf, ef það gerir gæfumuninn til þess að halda réttum anda í verkinu. Og nú getið þið sjálf borið saman, gerið þið svo vel.

                     

  Svantes lykklige dag 

 í norrænni samvinnu  

Ó hvílík árdagsstund,

yl varpar sól um grund,

Nína mín brá sér í bað,

brauð smyr ég nýbakað.

Lífið er ekki sem verst yfirleitt,

innan skamms er kaffið heitt. 

Sko þennan blómaskóg,

skríður þar könguló.

Fuglarnir fljúga í flokk,

finnist þeir margir nokk.

Lífið er ekki sem verst yfirleitt,

innan skamms er kaffið heitt. 

Blágresið bylgjast hljótt,

býflugan suðar rótt,

kyrrðinni anda ég inn,

angan af blómum finn.

Lífið er ekki sem verst yfirleitt,

innan skamms er kaffið heitt. 

Konan mín kát í dag

kyrjar í baði lag.

Himininn heiður og tær,

hann var það líka í gær.

Lífið er ekki sem verst yfirleitt,

innan skamms er kaffið heitt. 

Nú kemur Nína prúð,

nakin með raka húð,

kyssir á kinn mér og fer

að klæðast og greiða sér.

Lífið er ekki sem verst yfirleitt,

og nú loks er kaffið heitt.          

"Svantes lykkelige dag" 

Se, hvilken morgenstund.
Solen er rød og rund.
Nina er gået i bad.
Og jeg spiser ostemad.
Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.

 

Blomsterne blomstrer op.
Der går en edderkop.
Fuglene flyver i flok
når de er mange nok.
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.

 

Græsset er grønt og vådt.
Bierne har det godt.
Lungerne fråser i luft.
Åh, hvilken snerleduft!
Glæden er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.

 

Sang under brusebad.
Hun må vist være glad.
Himlen er temmelig blå.
Det kan jeg godt forstå.
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.

Nu kommer Nina ud,
nøgen med fugtig hud,
kysser mig kærligt og går
ind for at re' sit hår.
Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Lífið er ekki sem verst yfirleitt,

innan skamms er kaffið heitt

Þetta er snilldar texti

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.7.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Snilld, kæri Sigurður, snilld.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Karl Tómasson

Þú ert engum líkur kæri Sigurður.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 16.7.2008 kl. 23:59

4 identicon

Þetta er einfaldlega dásamlegt, á dögum eins og þessum.

Óli Ágústar (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 09:37

5 identicon

Jú, mjög ljúft. Athugasemdir sem orsakast af arfgengri smámunasemi (sem í eðli sínu er til þess fallin að stuðla að hnökralausri fullkomnun) fást veittar án milligangs veraldarvefjar ef áhugi er fyrir hendi...

Véfréttin (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka falleg orð.

Óli Ágústar -- ert þú ekki frændi?

Véfrétt: Arfgengar smámunalegar athugasemdir vel þegnar -- eða amk. þegnar, strax og gott færi gefst.

Sigurður Hreiðar, 19.7.2008 kl. 22:27

7 identicon

Víst er um það, Sigurður Hreiðar, amma mín Hreiðarsína Hreiðarsdóttir og afi þinn, Gottskálk Hreiðarsson, voru systkin, ef rétt er skilið.

Óli Ágústar (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 09:11

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Grunaði þetta, Óli Ágústar, þó ég muni ekki til að við höfum hist. Ömmu þína þekkti ég vel og Guðjón á Stóra-Hofi, man líka aðeins eftir pabba þínum og Ástu. -- Gaman að þú skildir koma við hér á blogginu.

Sigurður Hreiðar, 20.7.2008 kl. 17:44

9 identicon

Ég les bloggið þitt reglulega. Hef það skráð í eftirlætinu. Gaman þegar frændur á besta aldri hittast. Jafnvel á netinu. Kær kveðja til þín.

Óli Ágústar (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 18:17

10 identicon

Minni á sunnudagsmorgun eftir Jón Ólafsson

Í húsinu er allt með kyrrum kjörumog kaffi sem ilmar svo vel.Enginn að koma og enginn á förum,ég set óhreint í þvottavél. Kötturinn mættur að kíkja á gluggann,kauði að tékka á læðunni.Svo skríður hann aftur beint inn í skuggannog ég sleppi skammarræðunni.

Það er sunnudagsmorgunn og sólin hún situr við borðið.Sunnudagsmorgunn og allir sem sofa nema þú og ég.Sunnudagsmorgunn og sólin hún situr við borðið

svo yndisleg

GBB (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 305840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband