Landmótunar- hvað?

Sem nýútnefndur „háaldraður málfarspertvert“ hlýt ég að mega spyrja:
Hvað er þetta landmótunarstaðs?
Með kveðju
H.M.Sigurður
mbl.is Farið yfir skógræktarsvæði við Hafnarfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Góður ertu - "His Majesty - Sigurður"!

Ásgeir Eiríksson, 5.7.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ef tengingin hefði ekki verið við skógrækt og Hafnarfjörð þá hefði ég giskað á að þeir væru að reyna að skrifa um Gaddstaðaflatir. Stóð ekki landsmót hestamanna þar yfir á dögunum?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.7.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir kveðjuna, Ásgeir.

Helga Guðrún -- þú segir nokkuð. Hestamannamótið hefur kannski verið á Gaddstaðsflötum?

Annars hef ég einhvers staðar séð núna -- þegar verið er að halda mót á þessum stað í ég veit ekki hvað -- 10. skipti? -- sagt að það standi á GaddAstaðaflötum! Það var nokkuð algengt í fyrstu skiptin en ég hélt að flestir vissu nú orðið hvað staðurinn heitir.

Sigurður Hreiðar, 6.7.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

„Viðkomandi þarf þá að hafa gríðarlega mikla þekkingu á áfallastreituröskun og vita að hverju greinandinn leitar.“

Ég las þessa setningu í frétt mbl.is í dag. Hvað í veröldinni þetta þýðir á mannamáli hef ég ekki hugmynd um. -Veit það einhver?

Og svo er verið að skamma mig fyrir að orðskríplast og leika mér frjálslega með málið!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.7.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki skil ég þetta -- og þykir raunar orðskrípið „áfallastreituröskun" út af fyrir sig óskiljanleg þvæla. Ekki hef ég áfellst þig fyrir orðskrípishátt eða annað þess háttar. Þessháttar getur einmitt verið skemmtilegt úr höndum þess sem kann með það að fara og notar á réttum stöðum á réttum tíma. Og hananú.

Sigurður Hreiðar, 9.7.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 305922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband