10 litlir bloggritarar og śrval nįttśrunnar

Ég er vondur mašur. Rasisti. Vitlaus lķka. Hafi mér ekki veriš žaš ljóst fyrr er žaš boršleggjandi af sumum žeirra athugasemda sem ég fékk viš bloggi mķnu į föstudaginn var og snerist um 10 litla negrastrįka. Eša réttara: um hvort negri, svertingi og blįmašur vęru gildishlašin neikvęš orš.

Mešal annars kom žetta:

Eftir aš hafa fylgst meš umręšum um žessa bók ķ žjóšfélaginu held ég įstęšan fyrir vęrukęrš margra gagnvart henni er aš żmsir hafa haldiš aš žetta sé frumsamiš ķslenskt bókmenntaverk frį 1922 og žvķ byggt į einhvers konar ķslensku sveitasakleysi gagnvart hörundsdökku fólki en ekki rasisma. Margir hafa ekki įttaš sig į aš žetta er žżšing į erlendum texta sem er į sér vel žekkt hlutverk ķ sögu kynžįttahaturs. Žess mį geta aš ķ Bandarķkjunum myndi engum heilvita manni detta ķ hug aš fara meš žennan texta upphįtt, nema kannski į Ku Klux Klan fundi. Ulfar (IP-tala skrįš) 27.10.2007 kl. 13:36

Ég leitaši aš textanum um negrastrįkana į netinu, af žvķ ég kom ekki fyrir mig ķ minningunni hvernig žessi texti gęti skipaš „vel žekkt hlutverk ķ sögu kynžįttahaturs". Fann hann į vef einhvers leikskóla enda er žetta vinsęll barnasöngur, engu sķšri en Grżla į sér lķtinn bįt/ręr hśn fyrir sandi./Žegar hśn heyrir barnagrįr/flżtir hśn sér aš landi. Eša: Sofšu nś svķniš žitt/svartur ķ augum./Faršu ķ fślan pitt/fullan af draugum. Eša: Móšir mķn ķ kvķ kvķ/kvķddu ekki žvķ žvķ./Ég skal lįna žér duluna mķna, duluna mķna/aš dansa ķ.

Nema hvaš: ég skipti um eitt orš ķ textanum um 10 litla negrastrįka. Setti bloggritara ķ stašinn. Skora į ykkur aš lesa textann žannig og pęla ķ žvķ hvar kynžįttahatriš kemur inn ķ. Eša setja sjįlf ykkar eigin orš ķ stašinn fyrir negrastrįka. Smaladrengi? Sendisveina? Fjallafara? Jeppastjóra?

Sjįlfur sé ég ekki aš žetta sé skašlegri texti eša rasistķskari en - Guttavķsur? Ein er upp til fjalla? Siggi var śti?

Bloggiritarar fóru į rall,
žį voru žeir tķu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir uršu nķu.

(Ķ hverju felst rasisminn ķ žessari vķsu? Er žaš bara nefndur rasi sem į til aš detta ķ žaš?)

Nķu litlir bloggritarar
fóru seint aš hįtta
einn žeirra svaf yfir sig
og žį voru eftir įtta

(Eša žessari og žeirri nęstu. Eru nefndir einstaklingar meiri svefnpurkur en ašrir?)

Įtta litlir bloggritarar
vöknušu klukkan tvö.
Einn žeirra dó śr geyspum
en žį voru eftir sjö
.

Sjö litlir bloggritarar
sįtu og įtu kex
einn žeirra įt yfir sig
en žį voru eftir sex.

(Eru žeir meiri įtvögl? Er žetta bundiš viš kynžętti?)

Sex litlir bloggritarar
sungu dimmalimm
einn žeiirra sprakk į limminu
en žį voru eftir fimm.

(Eša žetta? Verri söngvarar en gerist?)

Fimm litlir bloggritarar
héldu aš žeir vęru stórir
einn žeirra fékk į hann
en žį voru eftir fjórir.

(Žetta kannast mašur viš frį öllum rösum, er žaš ekki? Sumir eru nś doltiš stęrri en sumir!)

Fjórir litlir bloggritarar
fóru aš reka kżr
ein kżrin stangaši einn žeirra
en žį voru eftir žrķr.

(Žetta er dįlķtiš erfitt. Žaš er mjög sérstakur rasi sem enn kannast viš kżr. Hvaš žį hyrndar.)

Žrķr litlir bloggritarar
žoršu nś ekki meir
einn žeirra dó śr hręšslu
en žį voru eftir tveir.

(Er nema von aš nefndir einstaklingar verši smeykir! Žaš er greinilega einhver banvęnn faraldur ķ gangi. Bundinn viš žessa ašila. Klįra rasismi!)

Tveir litlir bloggritarar
žögšu nś eins og steinn
annar hann varš vitlaus
en žį var eftir einn

(Žögnin er yfiržyrmandi. Žaš žarf sterk bein til aš žola hana. Eša hętta aš blogga.)

Einn lķtill bloggritari
sį hvar gekk ein dama
Hann gaf sig į tal viš hana
og baš hennar meš žaš sama

Bloggritstelpan sagši jį
og svo fóru žau ķ bķó
ekki leiš į löngu
uns žau uršu aftur tķu.

(Ķ tveimur sķšustu vķsum kemur śrval nįttśrunnar fram. Sterkasti einstaklingurinn lifir hörmungarnar af og nęr ķ sętustu stelpuna į ballinu. Žau koma bestu genunum fram, aukast og margfaldast og uppfylla jöršina. - Af skelfilegum og nišurlęgjandi rasa? - Engar sögur fara af žvķ aš jafn illa hafi fariš fyrir nęstu kynslóš(um).)

Fyrirgefšu Gušrśn Egilsson, og fyrirgefiš žiš hin sem eigiš réttinn į žessum texta. Ég ręndi honum til birtingar hér, meš lķtilshįttar breytingu, af žvķ žaš er augljóst af mįlflutningi žeirra sem ęrast nś móti bókinni um 10 litla negrastrįka aš žeir hafa aldrei lesiš textann eša hlustaš į hann, utan žetta eina orš sem tengist negra. Og smellnar teikningarnar umhverfast ķ augum žeirra af žvķ sögupersónurnar eru svartar.

M.a.o: Hvar er bókin um litla, svarta Sambó? Var hśn svona skelfileg lķka? Ég bara man žaš ekki.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Žiš viršist ekki įtta ykkur į aš barnažulan "Ten little niggers" (fyrst prentuš upp śr mišri 19. öld), Litli svarti Sambó, Gollywog dśkkurnar og ótal margar ašrar neikvęšar ķmyndir eru hluti af sögu žręlahalds, barįttunnar gegn afnįmi žręlahalds og gegn borgaralegum réttindum og tękifęrum fyrir afkomendur žręla. Žetta er hluti af versta žętti nżlendusögunnar og angi af sama hugsunarhętti og notašur er til aš réttlęta žjóšarmorš į borš viš śtrżmingarherferš nasista į hendur gyšingum eša hryšjuverkaįrįsir į saklausa borgara į borš viš 11. september ķ Bandarķkjunum.
Žeir sem upplifšu įtökin į eigin skinni eša upplifa žau enn ķ dag lķta allt öšrum augum į žennan įróšur gagnvart börnum en žeir sem muna žessi rit, komin śr samhengi og hingaš ķ ķslenskan alhvķtan veruleika snemma į sķšustu öld. Ešlilega var samhengi viš įtök um žręlahald og borgaraleg réttindi fólks śt frį litarhętti ķslenskum foreldrum e.t.v. ekki efst ķ huga žegar žeir keyptu bók meš fyndnum myndskreytingum.
Ķ dag žekkjum viš söguna betur, sjįum samhengiš sem žessar myndir og textar birtust ķ auk žess sem veruleikinn į Ķslandi er oršinn allur annar en žegar bękurnar komu fyrst śt.
Žess vegna er jafn frįleitt aš endurśtgefa "Ten little niggers" eša "Litla svarta Sambó" sem barnabók eins og aš einhverjir ķ Žżskalandi endurśtgęfu fyrir börn skemmtilegar fordómasögur sem nasistar nżttu til aš innręta hatur į gyšingum. Slķk rit eru vissulega hluti af menningararfi og heimild um bęši eigin rętur og žau samfélög sem tóku viš žeim og ešlilegt aš žau gleymist ekki alveg. Endurśtgįfa į "Ten little niggers" fyrir fulloršna meš sögulegum skżringum og upplżsingum um önnur skyld rit og ašstęšur į ritunartķma vęri greinilega žjóšžrifamįl mišaš viš umręšu um žessa bók nś.

Hér eru nokkrir gagnlegir vefir fyrir žį sem vilja skoša ašeins betur:

http://golliwogg.wordpress.com/the-caricatures/
http://www.rit.edu/~cakgss/ethnicnotions.html
http://www.geocities.com/joao_marri/africapart2.html

Aš lokum: Hugtakiš rasisti er notaš yfir žį sem ašhyllast rasisma eša kynžįttahyggju, ž.e. žį hugmyndafręši aš hęgt sé eša ešlilegt aš skipta mannkyninu upp ķ mismunandi rasa eša kynžętti.

Arnar (IP-tala skrįš) 30.10.2007 kl. 09:59

2 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Žrįtt fyrir žessa löngu loku, Arnar, er ég of vitlaus til aš sjį įróšurinn ķ textanum hér aš ofan. Viltu vera svo vęnn aš śtskżra hann?

Siguršur Hreišar, 30.10.2007 kl. 10:16

3 Smįmynd: Gulli litli

ég sé į žessum texta aš žś ert mjög varhugaveršur mašur, en ég hef ekki hugmynd af hverju!

Gulli litli, 30.10.2007 kl. 10:30

4 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Jį, Bįršur Heišar, er hann žį bara ķ kolli lesandans? Og hver hefur plantaš honum žar?

Siguršur Hreišar, 30.10.2007 kl. 10:41

5 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Nś. Erum viš allt ķ einu farin aš tala um upphaflega kvešskapinn -- į ensku! Sorrķ, didn“t know that. Ég veit bara um ķslenskan texta, sem ekki er einu sinni ķ nešanmįli tengdur einhverri enskri fyrirmynd, sem etv. hefur veriš notuš af žvķ hugmyndin var smellin, burtséš frį enskri meiningu, sem ekki var haldiš ķ ķslensku geršinni.

Ég hef lesiš blogg Gauta. Hann er eins og žiš aš tala um merkingu sem ekki er aš finna ķ ķslenska textanum.

Siguršur Hreišar, 30.10.2007 kl. 12:16

6 Smįmynd: Hafsteinn Višar Įsgeirsson

Žaš viršist žurfa langt aš seilast til aš finna neikvęša merkingu textans Siguršur, ž.e. ķ upphaflega enska textan....... sumir vilja bara sjį skrattann ķ hverju horni og žaš veršur vķst svo aš vera, žeim veršur ekki hjįlpaš....

Hafsteinn Višar Įsgeirsson, 30.10.2007 kl. 15:20

7 Smįmynd: Gušrķšur Haraldsdóttir

Ég held aš žaš séu ašallega myndirnar (strįkarnir minna į apaketti) og oršiš negri sem pirrar fólk. Vķsurnar eru ekkert slęmar ķ sjįlfu sér, žegar žęr eru settar svona upp.

Gušrķšur Haraldsdóttir, 30.10.2007 kl. 16:35

8 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

Meš góšum vilja og einlęgum įsetningi er hęgt aš rķfa allt śr samhengi og ef menn vilja analķsera allt til dauša og bśa til ljótleik žar sem hann er ekki fyrir hendi, žį verša žeir aš fį aš gera žaš. Sį ljótleiki er nefnilega fyrir hendi ķ huga lesandans sem af einhverjum hvötum žóknast aš koma honum innķ lesmįliš.

Oršiš negri (negro=black=svart) hefur veriš notaš ķ ķslensku mįl frį alda öšli og žótti hvorki ljótt né nišrandi fyrr en sjįlfskipašir verndarar alls nema eigin skynsemi įkvįšu aš vegna žess aš einhvers stašar ķ śtlöndum var bśiš til śr žvķ nišrandi oršiš nigger, žį skyldi žvķ śthżst śr ķslenskri tungu lķka. Žaš var heldur ekkert stašnęmst viš oršiš negri, nś mį mašur ekki heldur kalla svertingja svertingja.

Myndir Muggs af žessum litlu hrakfallabįlkum viršast lķka fara óskaplega fyrir brjóstiš į mörgum "af žvķ aš žeir eru geršir svo ljótir". -Man einhver eftir bókinni um Aravķsur? Teikningarnar af litla arķanum Ara voru nś svo sem ekki par frķšar, svo ekki sé meira sagt, en ég minnist žess ekki aš fólk hafi fariš heljarstökk afturįbak af vandlętingu yfir žvķ.  

Ķ gušanna bęnum reyniš aš halda Ķslandi ķslensku, žaš er sko ekki allt gott sem frį śtlöndum kemur eins og dęmin eru aš sżna!

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 30.10.2007 kl. 17:12

9 Smįmynd: Baldur Kristjįnsson

Siguršur Hreišar, sęll!  Rasisminn ķ žessu er sį aš žarna eru ,,žeir" teknir og geršir kjįnalegir eša broslegir og ,,lęgri" en ,,viš". Hefšu žetta veriš ,,viš" ž.e. tķu hvķtir strįkar hefši sagan aldrei komist af staš.  Stašfesting į ķmynd sem svo sannarlega var til stašar og er enn. Žś spuršir!  kv.  B

Baldur Kristjįnsson, 30.10.2007 kl. 18:50

10 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Ég er ósammįla, Baldur Kristjįnsson. Žeir eru ekki geršir broslegir eša lęgri en viš, žaš er einfaldlega sögš hrakfallasaga, aš vķsu svęsin mjög, af tķu strįkum. Žeir hefšu alveg eins getaš veriš mjallahvķtir smalastrįkar. Eša bara skólastrįkar. Žetta er saga eins og löngum hefur veriš sögš börnum og persónurnar lįtnar skera sig śr til aš vera athyglisveršar. Įlfar eša tröllabörn, eša hvaš annaš. Tilviljun hér, meš skķrskotun śt ķ heim sem snerti Ķslendinga ekki žį og varla enn, aš negrar uršu fyrir valinu. -- Ķ gušanna bęnum, hęttiš aš flytja inn vandamįl! Lįtum negra vera negra, gyšinga gyšinga, talibana talibana og svo framvegis! Smalastrįka smalastrįka.

Siguršur Hreišar, 30.10.2007 kl. 20:38

11 identicon

sęl, žiš. ég mį til aš leggja orš ķ belg. negrastrįkur er ekki ķ mķnum huga neikvętt orš. heldur žżšir žaš svartur strįkur eša mjög hörundsdökkur strįkur..niggari uppį amerķsku er aš mķnu viti skammaryrši amerķskra hvķtingja eša annarra žar ķ landi yfir hörundsdökka, hvaš kemur žaš okkur viš ? negro er lķklega grunnoršiš yfir niggara og negra. ég held aš oršiš negri uppį ķslensku žżši svartur eša mjög hörundsdökkur mašur. engin skömm ķ žvķ ??

mig langar aš segja ykkur frį žvķ aš ķ thaķlandi žį eru hvķtingjar kallašir "farang"boriš fram sem falang, sem er kartafla eša rót į thaķlensku.og flestir bera viršingu fyrir "falang"ķ thaķlandi,žó kartaflan sé ekki frķnileg śtlits, fremur en hvķtinginn. rasismi žaš?? žaš er lķka gott aš borša "falang"

er fólk ekki aš missa sig eitthvaš." tķu litlir negrastrįkar"eruši ekki aš grķnast?

ég hef oršiš vitni aš višbrögšum ķslenskra kvenna viš asķskri matatargerš į nęstu svölum,žaš var rasismi,...(samkeppni ) og aš višbrögšum ungra karla į konuveišum gagnvart želdökkum ķ mišbę reykjavķkur...(samkeppni).

Mķn skošun er sś , aš "rasismi į ķslandi " sé fyrst og fremst kynbundin,,,kyn lęg hręšsla....hręšsla viš kynferšislega samkeppni....??

mér žętti gaman aš fį svör vķš žessu

siguršur sęmundsson (IP-tala skrįš) 30.10.2007 kl. 21:07

12 Smįmynd: Gušrśn Marķa Óskarsdóttir.

Raunin er sś aš Ķslendingar eru ekki fordómafull žjóš upp til hópa, og kvęšiš um negrastrįkana sem lifaš hefur meš žjóšinni lķtiš gert annaš en aš vķkka sjóndeildarhring barna į žaš aš ekki eru allir eins į litinn og geta lent ķ sömu ašstęšum og hvķtir og gulir.

kv.gmaria.

Gušrśn Marķa Óskarsdóttir., 31.10.2007 kl. 01:35

13 Smįmynd: Kolgrima

Bķšiš nś viš, finnst engum neitt athugavert viš žaš aš börn deyi hvert į fętur öšru ķ barnabók? Negrar (eins og žau eru kölluš ķ bókinni) eša ekki negrar?

Kolgrima, 31.10.2007 kl. 02:48

14 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

Prufašu žetta og gįšu hvort rofar til!

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 31.10.2007 kl. 02:56

15 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Ašeins örstutt til Kolgrķmu: Eitt af žvķ yndislega viš ešlileg börn er aš žau hafa ešlislęgan (aldurstengdan?) hęfileika til aš gera sér eins og skot grein fyrir žvķ hvaš er ęvintżri og hvaš er raunveruleiki og skilja žar į milli. Mešal annars žess vegna er barnasöngurinn um 10 litla negrastrįka alls óskašleg saga ķ eyrum ešlilegra barna.

Og til Baldurs: hvar ķ kvęšinu er sį samanburšur sem gerir negrastrįkana kjįnalega, broslega eša lęgri en „okkur“? Er nokkuš ķ žvķ sem gęti ekki allt eins įtt viš okkur?

Siguršur Hreišar, 31.10.2007 kl. 08:19

16 identicon

Heill og sęll Siguršur Hreišar.

Ég tek ofan fyrir žér. Ķ žessu mįli   ert žś rödd hinnar heilbrigšu skynsemi.

Kęr kv.

Eišur Svanberg (IP-tala skrįš) 31.10.2007 kl. 13:29

17 identicon

Męli meš žessari grein:

http://www.visir.is/article/20071031/SKODANIR03/110310113

Og žar į eftir er forvitnilegt aš skoša:

 http://www.ferris.edu/jimcrow/

Arnar Ó. Egilsson (IP-tala skrįš) 31.10.2007 kl. 20:13

18 identicon

Ég sat viljandi į mér og gaf ekkert śt į fyrstu negrastrįkafęrsluna og sat svo įfram į mér og gaf ekkert śt į žessa... žar til nś (enda fęrslan oršin gömul og eflaust allir hęttir aš fylgjast meš).

Ķ fyrsta lagi og įšur en ég kem aš žvķ sem mér finnst kjarni mįlsins, žį tek ég undir aš žaš tķškast vissulega hvķvetna aš kalla fólk żmsum nöfnum eftir śtliti, žjóšerni eša öšru. Kartafla sagši einhver hér aš ofan, ķ Angóla hlógu ,,os negros", semsagt innfęddir, heil ósköp af okkur ,,brancos" fyrir aš vera meš vonlaust skinn sem žoldi hvorki sól né pöddubit og var alltaf rautt og ómögulegt. Til aš sannreyna žetta var mér ķtrekaš bošiš aš tosa ķ almennilega hśš į želdökkum framhandleggjum og į móti var gśmmķskinniš į mķnum raušu og śtbitnu framhandleggjum teygt śt og sušur, višstöddum til skemmtunar. En žar sem ég og minn rasi eigum enga sérstaka sįra sögu aš baki hvaš varšar žennan hśšlit (fyrir utan aš viš getum skammast okkur fyrir nżlenduherra og fleira pakk af svipušum toga), žį sveiš žetta ekkert sérstaklega sįrt, enda allt ķ góšu žegar öllu var į botninn hvolft. 

Nś ętla ég ekki einu sinni aš reyna aš vitna ķ söguna, textagreiningu, myndgreiningu eša annaš sem mér fróšari hafa fjallaš um hér į undan mér, enda deginum ljósara aš žeir sem ętla aš žrasa eflast bara viš mótžrasiš, ef eitthvaš er. En mįliš er einfalt, aš mķnu mati, og nś kem ég loks aš kjarnanum:

Ef aš želdökkum ķslendingum og foreldrum og ašstandendum želdökkra barna og fulloršinna er misbošiš, er žaš žį ekki nóg?

Ef ég vil ekki lįta kalla mig einhverju orši eša nafni sem ķ huga mķnum er sęrandi, er žį eitthvaš aš žvķ aš virša óskir mķnar?

Ég hef enn ekki heyrt ķ želdökkum, eša ašstandanda želdökks einstaklings, sem finnst bókin 10 litlir negrastrįkar bara kśl og alveg jafngild hinni óśtgefnu 10 litlir bloggritarar.

Er žaš žitt hlutverk, eša kannski mitt, aš śtskżra fyrir žeim aš žeir hljóti bara aš vera móšursjśkir og uppfullir af einhverjum ranghugmyndum (og segjum svo aš žaš tękist, vęri žaš žį mikilvęgara en aš sżna einfaldlega ašgįt ķ nęrveru sįlar?)?

Og pabbi, ég hef aldrei sagt aš žś sért vitlaus, eša allt žaš sem žś telur upp aš ofan, enda vil ég meina aš drjśgan skerf af gįfum mķnum og góšum eiginleikum hljóti ég aš hafa erft frį žér. En guši sé lof aš žrjóskan kom ekki ķ minn hlut lķka...

Helga Dķs Siguršardóttir (IP-tala skrįš) 3.11.2007 kl. 13:43

19 identicon

Ég vildi bara taka žaš fram til aš fyrirbyggja miskilning aš fęrslurnar frį mér voru fyrst póstašar į annarri vefsķšu en ég taldi žęr geta gagnast ķ umręšunni hér. Ég ętlaši alls ekki aš gefa ķ skyn neitt neikvętt um žig eša žķnar skošanir, alls ekki, en vildi benda į sögu žessa kvęšis ķ USA og Bretlandi žvķ hśn virtist hafa fariš fram hjį mörgum. Ég veit aš margir ķslendingar, žar af fullt af fólki sem ég žekki vel og virši, hefur aldrei séš neitt athygavert viš žessa bók, en žį af žvķ žaš vissi ekki söguna į bakviš. Žaš var žaš eina sem ég vildi benda į og ef žaš hefur miskilist bišst ég afsökunar :-)  

ulfar (IP-tala skrįš) 3.11.2007 kl. 20:48

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Fęrsluflokkar

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband